Húnavaka - 01.05.1982, Page 168
166
HÚNAVAKA
Bjarni Guðmann Jónasson bóndi á Eyjólfsstöðum, andaðist 22. des-
ember á Héraðshælinu. Hann var fæddur 8. mars 1896 í Sauðanesi á
Ásum. Foreldrar hans voru Jónas Jóhannsson bóndi þar, Guðmunds-
sonar og kona hans Jóhanna Jóhannsdóttir,
bónda í Ásbúðum á Skaga. Móðir Jónasar
var Margrét Jóelsdóttir frá Saurbæ í
Vatnsdal.
Frá Sauðanesi flutti fjölskyldan að
Hamrakoti og síðar að Litla-Búrfelli, en þar
lést móðir hans 1906 frá átta börnum og var
Bjarni þá aðeins tiu ára að aldri. Þá um vorið
fluttist hann að Flögu til Stefáns Magnús-
sonar og Ingibjargar Magnúsdóttur er þar
bjuggu og dvaldist hjá þeim til ársins 1911.
Síðan flytur hann að Hvammi og dvaldi
þar um nokkurt skeið. Á þeim árum fór hann í Hvítárbakkaskólann í
Borgarfirði og nam þar í tvo vetur. Um þær mundir lá leið margra
ungra manna þangað. En skólinn á Hvítárbakka undir stjórn hins
ágæta skólamanns Sigurðar Þórólfssonar, var jafnan í miklum metum
með þjóðinni og minntist Bjarni oft veru sinnar þar með þakklæti og
virðingu og þeirra hollu áhrifa er hann hafði orðið fyrir á veru sinni í
skólanum.
Vorið 1920 fer hann að Hjallalandi til Jórunnar Jósefsdóttur, er þar
bjó. Dvaldi hann þar um eins árs skeið. Þann 23. júlí 1922 gekk hann
að eiga Jenný Rebekku Jónsdóttur og hófu þau búskap, þá um vorið í
húsmennsku á Snæringsstöðum í Vatnsdal. Ári síðar flytja þau að
Breiðabólstað og eru þar til vorsins 1925 er þau flytja í Skólahúsið á
Sveinsstöðum, þar sem þau bjuggu til ársins 1930. Þá fluttu þau að
Marðarnúpi og þaðan lá leið þeirra að ári liðnu aftur að Hvammi, þar
sem þau voru til ársins 1938. Það ár flytja þau að Eyjólfsstöðum.
Nokkru áður hafði hann fest kaup í jörðinni og þar var heimili hans til
dauðadags. Einkenndist allur búskapur hans af mikilli snyrtimennsku
og reglusemi og mátti segja að allt innan dyra sem utan væri í föstum
skorðum. Hann var mikill skepnuvinur svo orð fór af.
Eignuðust þau hjón þrjú börn er upp komust en þau eru: Ingibjörg,
húsmóðir á Eyjólfsstöðum gift Ingvari Steingrímssyni bónda þar, Jón
bóndi á Bakka, kvæntur Kristínu Lárusdóttur og Jóhanna ógift og
búsett á Eyjólfsstöðum. Þrjú börn misstu þau á barnsaldri.