Húnavaka - 01.05.1982, Page 170
168
HÚNAVAKA
Árið 1937 fluttist Margrét til Blönduóss, þar sem heimili hennarvar
til dauðadags. Fyrstu 3 árin var hún í vist hjá hjónunum Guðrúnu og
Jóni Benónýssyni smið er bjuggu þar, en 1940 fluttist hún til dóttur
sinnar Þórunnar og manns hennar og vann upp frá því að heimilis-
störfum og barnauppeldi. Á heimili þeirra hjóna dvaldi hún um 27 ára
skeið. Síðustu árin var hún vistkona á ellideild Héraðshælisins á
Blönduósi. Margrét mun hafa verið elsti íbúi A-Húnavatnssýslu er
hún lést.
Margrét gerði eigi víðreist á langri ævi, en hún var í hópi hinna
hljóðlátu er sópuðu bæinn. Þeirra er gerðu eigi kröfur til annarra en
unnu í þjónustunni við lífið og af trúmennsku í störfum sínum.
Útför hennar fór fram frá Blönduóskirkju 9. janúar 1982.
Síra Arni Sigurðsson.
Laufey Sigurrós Jónsdóttir, Bakkakoti, fæddist á Blönduósi 25. apríl
1911. Foreldrar hennar voru hjónin Teitný Jóhannesdóttir og Jón
Jónsson er þar bjuggu, en þau fluttu síðar til Skagastrandar, og þar
missti Laufey föður sinn aðeins sex ára að
aldri.
Laufey ólst upp við kröpp kjör í æsku,
enda systkinahópurinn stór, þau voru átta
talsins.
Hlutskipti Laufeyjar varð, eins og margra
annarra á þeim árum, að fara að vinna fyrir
sér, jafnskjótt sem kraftarnir leyfðu, og fara í
vist til vandalausra. Ólst hún upp á ýmsum
stöðum við misjafna aðbúð. Laufey naut
takmarkaðrar skólagöngu í æsku, svo sem
vænta mátti, dvaldi þó um tveggja ára skeið
hjá sr. Arnóri Árnasyni í Hvammi í Laxárdal ytri, sem sagði henni
eitthvað til og hjá honum fermdist hún.
Næstu árin var Laufey í vist á ýmsum stöðum í héraðinu, m.a. um
tíma á Flögu í Vatnsdal.
Árið 1937, er hún var 26 ára, réðst hún sem bústýra til Guðmanns
Valdimarssonar bónda í Bakkakoti við Blönduós, sem þá var ekkju-
maður. Með honum bjó hún til æviloka. Þau bjuggu þar góðu búi,