Húnavaka - 01.05.1982, Page 171
HÚNAVAKA
169
byggðu nýtt íbúðarhús á árunum 1958-9 og ræktuðu tún, sem lítið var
fyrir. Þau Laufey og Guðmann eignuðust tvö börn, en þau eru:
Anna Sigurlaug, húsfreyja á Njálsstöðum, og Valdimar, bóndi í
Bakkakoti, sem tók við búsforráðum þar árið 1968.
Syni Guðmanns frá fyrra hjónabandi, Guðlaugi, gekk hún í móð-
urstað frá sjö ára aldri, hann er búsettur i Borgarnesi.
Einnig ólst upp á heimili þeirra dótturdóttir þeirra, Katrín Líndal,
sem búsett er á Blönduósi.
Síðustu árin dvaldi Laufey á Njálsstöðum hjá Önnu dóttur sinni og
manni hennar, Jónasi Hafsteinssyni, eða allt þar til er hún varð að fara
á sjúkrahús í vor sökum veikinda.
Lézt hún á Landsspítalanum í Reykjavík 23. júlí 1981 liðlega sjötug
að aldri og var jarðsett frá Höskuldsstaðakirkju 1. ágúst að viðstöddu
fjölmenni.
Sr. Ólafur Þ. Hallgrímsson.
Baldvin Magnús Jóhannesson, Tjörn Skagahreppi, andaðist þann 1.
janúar 1981. Hann var fæddur 28. júní 1890 að Höfnum í Skaga-
hreppi.
Voru foreldrar hans Jóhannes Baldvins-
son frá Köldukinn og kona hans Sesselja
Helgadóttir bónda á Sviðningi Helgasonar.
Þau hjón Jóhannes og Sesselja voru
vinnuhjú í Höfnum og bjuggu síðan á Kald-
rana frá 1894-1897 að þau fluttu í Kelduvík.
Þau voru fátækir frumbýlingar. Baldvin
sonur þeirra var tvíburi. Honum var fengið
fóstur vikugömlum að Steinnýjarstöðum hjá
þeim Stefáni Sveinssyni og konu hans Unu
Ólafsdóttur. Hinn tviburinn andaðist í
frumbernsku.
Þeim hjónum fór sem mörgu dugnaðarfólki víða um land að þau
leituðu sér frama með því að flytja til Vesturheims. Fóru þau af landi
brott frá Kelduvík árið 1900 og vildu taka Baldvin son sinn með sér,
sem var þá 10 ára, en hann neitaði að fara.
Þau hjón námu land í Vatnabyggð í Manitoba. Efnuðust brátt og
gátu lifað áhyggjulausu lífi það sem eftir var æfinnar.