Húnavaka - 01.05.1982, Side 176
174
HÚNAVAKA
Sigurbjörg ólst upp með foreldrum sínum og systkinum og varð
myndarstúlka, róleg í fasi og eigi margmál, en hafði þýða lund við
unga sem gamla. Sigurbjörg Björnsdóttir eignaðist barn með Jakobi
Óskarssyni áður en hún giftist, Björn Ómar formann, kvæntan
Bjarnhildi Sigurðardóttur frá Efri-Mýrum. Ómar ólst upp með
móður sinni og stjúpa. Þann 27. desember 1954 gekk hún að eiga
Kristján Arinbjörn Hjartarson frá Vík, smið og organista í Höfða-
kaupstað. Hafa þau búið hér, utan eitt og hálft ár á Akranesi. Lengst
af hefur aðsetur þeirra verið Grund í Höfðakaupstað. Börn þeirra eru:
Guðmundur Rúnar, smiður, kvæntur Guðrúnu Hrólfsdóttur frá
Akranesi.
Ragnheiður Linda gift Rúnari Loftssyni.
Sigurlaug Díana gift Grétari Haraldssyni verkstjóra.
Sveinn Hjörtur og Sæbjörg Drífa búa heima.
Öll eru þessi börn búsett í Höfðakaupstað.
Sigurbjörg vann úti eins og nú er siðvenja. Kristján er maður fjöl-
hæfur, hagur til handanna ljóðelskur og listelskur í sinni.
Sigurbjörg var barngóð og sem fyrr getur lipur við gamalt fólk og
geðþekk í dagfari sínu við nágranna sína, er sumt var hennar mága-
fólk. Mér er það líka minnisstætt er ég innti Sigurbjörgu eftir samleið
hennar með húsdýrum hennar, hvað hún lýsti því með mikilli nær-
færni og skilningi. Hún var þannig á marga lund skilningsrík kona á
sínu heimili, sem móðir og eiginkona, og skildi mannlífið í ýmsum
myndum þess.
Það mun líka hafa stuðlað að því að binda heimilið saman hvað
Kristján maður hennar var söngelskur og hljómviss, en Sigurbjörg
bókhneigð og ljóðelsk.
Sigurbjörg Björnsdóttir var jarðsett á Spákonufelli 11. apríl 1981.
Sigurður Fanndal Sigvaldason, bóndi í Stafni í Svartárdal andaðist
þann 24. apríl 1981 á Landspítalanum í Reykjavík.
Hann var fæddur 6. júlí 1923 að Ytri-Löngumýri í Svínavatns-
hreppi. Voru foreldrar hans Sigvaldi Halldórsson bóndi og kona hans
Steinunn Björnsdóttir, er hafa lengst sinn búskap búið í Svartárdal.
Fyrstu 10 árin að Kúfustöðum síðan í Stafni. Þau eignuðust sex börn.
Sigurður Fanndal hélt tryggð við æskuhagana. Hirðisstarfið var
honum ánægja, búsmalinn honum kær og dalurinn í blóma, hans
Edenslundur.