Húnavaka - 01.05.1982, Page 178
176
HÚNAVAKA
grét meðalkona á vöxt, ræðin og félagslynd. Þeim hjónum mun hafa
þótt þröngt um sig í Furufirði er börnin runnu upp. Þau fluttu 1918 til
Grunnavíkur, 1920 í Sútarbúð í Jökulfjörðum og 1930 til ísafjarðar.
Guðbjörg mun hafa verið elst sinna syst-
kina og snemma farið að vinna á heimili sínu
og utan þess, en hún var kona mikil vexti og
ekki fyrir að hlífa sér. Fór hún að heiman um
tvítugsaldur og var í vistum, þar á meðal í
Önundarfirði. Þar var hún heitbundin
manni, Þórarni að nafni, eignuðust þau
sveinbarn er andaðist tveggja ára gamalt.
Þá flyst hún norður í Húnaþing sem ráðs-
kona að Kambakoti í 3 ár og um skeið hjá
Ólafi Ólafssyni sem nú býr í Kambakoti en
var þá bóndi á Sæunnarstöðum í Hallárdal.
Var hann upprennandi maður, búfræðingur frá Hvanneyri og hinn
gjörvulegasti. Með honum eignaðist Guðbjörg tvö börn, tvíbura, Hall
og Þóreyju Margréti, þeim systkinum var fengið uppeldi í Skagafirði
og Húnaþingi.
Hallur er kvæntur Guðlaugu Berglindi Björnsdóttur frá Sjónarhóli
í Hafnarfirði en Þórey vinnur á Reykjaskóla. Eigi varð hjúskapur milli
þeirra Ólafs og Guðbjargar.
Guðbjörg eignaðist og son með Birni Benediktssyni frá Melstað í
Nesjum. Hann heitir Sigurbjörn og ólst upp með móður sinni. Lærði
hann húsasmíði og hélt síðan til Þýskalands, kvongaðist þar og er
búsettur þar.
Um fjölda ára var Guðbjörg á vist með þeim hjónum i Vallholti í
Skagafirði Jóhannesi Guðmundssyni og konu hans Sigríði Ólafsdóttur
góðkunnum að reisn og mannkostum. Hafði Guðbjörg son sinn Sig-
urbjörn með sér og leið þeim vel i vistinni.
Guðbjörg fluttist til Höfðakaupstaðar árið 1951. Mátti nú segja að
hún yrði fyrst sjálfrar sín á æfinni. Undi hún hag sínum í fiskvinnu og
komst vel af og var vel látin af sínum samborgurum. Á sumrin heim-
sótti hún vinafólk sitt í Vallholti, þar til elli fór að segja til sín og slit
eftir vinnusama æfi.
Sigurbjörn sonur hennar bauð henni til Þýskalands, dvaldist Guð-
björg þar í góðum fagnaði á heimili sonar síns sumarlangt, og gaf hann
henni úr að skilnaði.