Húnavaka - 01.05.1982, Page 186
184
HÚNAVAKA
en þar er mikið sjávargagn að hafa. Snemma grær þar á vorin undir
Brekkunni frá Króksbjargi. Þar er fiskisælt á vorin og fuglinn flýgur í
Bjarginu. Þeir bræður urðu miklir sjómenn og duglegir að draga.
Konráð var ósérhlífinn og verkafús,
óeigingjarn með afbrigðum svo undrun
sætti. Hann kvæntist 5. apríl 1918 Ólínu
Margréti Sigurðardóttur systur Valgerðar í
Króki. Ólína var fædd í Hvítanesi í Ögur-
hreppi Norður-ísafjarðarsýslu. Hún var af
Hergilseyjarætt, kona ásjáleg, fríð sýnum,
vel gefin og skáldmælt. Var hjónaband
þeirra hið ástúðlegasta alla tíð.
Börn þeirra eru:
Sigurunn Klemensína, gift Guðna
Bjarnasyni.
Sigurlína Ólöf, gift Ólafi Samúelssyni útgerðarmanni í Þórshöfn í
Færeyjum.
Guðveig Ingibjörg, ógift í Hafnarfirði.
María Guðrún, gift Jóni Þorgeirssyni vélstjóra á Skagaströnd.
Önduð er Sigfríður Pálína er var gift Sigurjóni Ólafssyni Fjeldsteð
vitaverði á Reykjanesi.
Þá ólst upp með þeim hjónum dótturbarn þeirra Þórir Konráð
Línberg Guðmundsson frá þriggja til 17 ára aldurs.
Eru nú afkomendur þeirra hjóna 143 þar af 11 andaðir.
Þau bjuggu í Kurfi frá 1918 til 1923, fluttust síðan í Réttarholt á
Skagaströnd og reistu svo nýbýli út við Sandlækinn. Steinhús reistu
þau inn með sjónum á Hólanesi 1930.
Alls staðar þar sem Konráð bjó, þá bjó hann við sjó þar sem lá vel
við útræði. Þá stundaði hann róðra á vertíð í Grindavík, var þar
formaður og einnig á Skagaströnd, síðast 1933. Þá var Konráð mikill
netagerðarmaður svo Grindvíkingar sendu honum stundum netin
norður til að fella þau og gera við.
Ein var sú iðja Konráðs í þágu náungans að taka grafir handa
hinum framliðnu. Var hann grafari í fjölda ára og tók lengst á tíðum
lítið eða ekkert gjald fyrir.
Konráð var söngvinn og unni hljómlist eins og þeir bræður hans. Og
haft var á orði í fyrri daga að ef þá Kurfsbræður vantaði í Hofskirkju
var varla messufært, sæmilegt ef einn kom, en fullkomið ef þeir væru