Húnavaka - 01.05.1982, Síða 194
192
HÚNAVAKA
Þann 1. febrúar 1982 var skrif-
stofa hreppsins flutt úr Félags-
heimilinu í Bókhlöðuna, en þar
fékkst mun betri aðstaða fyrir
skrifstofuna auk fundarherbergis
og aðstöðu fyrir tæknifræðing.
Nú starfa á skrifstofunni auk
sveitarstjóra, gjaldkeri og bókari.
Þá hefur verið ráðinn til starfa
hjá hreppnum tæknifræðingur í
stað Rafns Kristjánssonar, sem
starfaði hér á vegum Fjarhitunar
h.f., en hann fór af staðnum sl.
haust.
Eypór Elíasson, sveitarstjóri.
ALLGÓÐ AÐSÓKN.
Tónlistarfélagið gekkst fyrir tón-
leikum á Húnavöku. Þar söng
Ágústa Ágústsdóttir einsöng við
undirleik Jónasar Ingimundar-
sonar, sem einnig lék einleik á
píanó. Aðsókn var allgóð. Fyrir-
hugaðir tónleikar í nóvember
féllu niður og bar tvennt til, tíð-
arfar var mjög stirt og svo virtist
sem tónlistarmenn væru þá upp-
teknari en oft áður.
Félagsmenn í Tónlistarfélag-
inu eru nú 173. Núverandi stjórn
skipa Jónas Tryggvason, formað-
ur; Sveinn Kjartansson, ritari;
Jón Tryggvason, gjaldkeri; Ingi-
björg Bergmann og Hjördís Sig-
urðardóttir, meðstjórnendur.
J- T.
VEGAGERÐ.
Allmikið var um að vera í vega-
gerð í sýslunni á árinu. Umsvifa-
mesta verkið var unnið í Svín-
vetningabraut, en hún var end-
urbyggð frá Köldukinnarvegi
fram á Tindaleiti, alls um 8 km.
Eftir er þó ýmiss frágangur á
þessum kafla. I verkið voru veitt-
ar fjórar milljónir króna, en
einnig var nokkuð unnið upp í
fjárveitingu þessa árs í samráði
við þingmenn kjördæmisins.
Framkvæmd þessi er unnin
vegna væntanlegrar Blöndu-
virkjunar.
Aðrar helstu framkvæmdir
voru þær að byggð var brú á Giljá
og lagður um eins km vegur að
henni. Þá var lagt bundið slitlag á
18 km í Langadal, frá Skaga-
strandarvegamótum og fram fyr-
ir Gunnsteinsstaði. Skagastrand-
arvegur frá Norðurlandsvegi að
Vatnahverfi var undirbyggður á
eins km kafla. Sömuleiðis var
undirbyggður einn km í Neðri-
Byggðarvegi milli Blöndubakka
og Bakkakots. Á Skagavegi var
endurbyggður kafli við Stórhól,
og einnig var sett nýtt ræsi á
Harastaðaá.
Viðhald vega var með líku
sniði og oft áður, þó var mest
unnið í Skagastrandarvegi, en
hann var allur yfirkeyrður með
unnu slitlagi.
Jóh. Guðm.