Húnavaka - 01.05.1982, Page 197
HÚNAVAKA
195
fylgjast með framkvæmd skerð-
ingar á nautgripa- og sauðfjár-
afurðum.
Nær alltaf finnst okkur að við
stöndum á tímamótum, þar sem
vonin og óvissan er framundan,
en staðreyndir liggja að baki. Enn
hefur ekki komið fram ný stefnu-
mörkun í landbúnaði þó hennar
sé að vænta á þessu þingi. Vax-
andi óvissa er með afkomu sauð-
fjárræktarinnar, en mjólkin er við
hæfi. Aðrar búgreinar eru að
þróast.
Við stöndum frammi fyrir
vaxandi ásókn hins landlausa
hluta þjóðarinnar til að mega
njóta landgæða. Mikilvægt er að
einstakir bændur og samtök
þeirra sýni fyllstu sanngirni og
ábyrgð í samningum og viðskipt-
um við þennan meirihluta þjóð-
arinnar.
Eðlilega leggja menn misjafnt
mat á land og landnytjar, en lifa
verðum við í og af landinu.
Áhrif bændasamfélagsins á Al-
þingi fara ört þverrandi, og því
tel ég mikilvægt að við í öllum
málum, gætum þess að ofbjóða
ekki réttlætisvitund þjóðarinnar,
þannig að eignarnám verði venja.
Jóhannes Torfason.
RAFORKUMÁL I HÚNAÞINGI.
Það sem af er þessum vetri hefur
rekstur rafdreifikerfisins í Húna-
vatnssýslu gengið vel. Engin stór-
áföll komið eins og á síðastliðnum
vetri. Aftur á móti hafa nokkrar
minniháttar truflanir verið á
stofnlínukerfinu. Truflanir vegna
bilunar Byggðalínu á Skarðs-
heiði, vegna bilunar Sigöldulínu
og á sama tíma ístruflanir í Búr-
fellsvirkjun. Við það minnkaði
orkuvinnsla Búrfellsvirkjunar
mjög og Hrauneyjarfoss- og Sig-
ölduvirkjun rofnuðu frá lands-
kerfinu, svo um tíma leit út fyrir
að skammta þyrfti rafmagn til
almenningsveitna, þótt allar til-
tækar dísilvélar væru notaðar.
Þrátt fyrir að varla væri hægt
að tala um náttúruhamfarir, kom
greinilega í ljós hve varhugavert
er að treysta á orkuöflun á einum
stað á svo víðáttumiklu kerfi sem
landskerfinu.
Framkvæmdafé Rafmagns-
veitnanna hefur mjög verið skorið
niður á þessu ári. Verður því lítið
um endurbætur á dreifiveitum.
Þó er áformað að byggja nýja línu
frá aðveitustöðinni í Hrútatungu
í Kollafoss í Miðfirði, sem er áf-
angi í því að styrkja flutning til
Hvammstanga og Laugarbakka,
og um leið í sveitirnar.
Áformað var að hefja styrkingu
lína í Vesturhópi og Vatnsdal á
þessu ári, en líkur eru á því að það
verði mjög lítið eða ekkert, vegna
fjárskorts.
Þegar þetta er skrifað hafa
samningar um Blönduvirkjun