Húnavaka - 01.05.1982, Page 198
196
HÚNAVAKA
ekki náðst við landeigendur, en
náist þeir, verður að koma raf-
magni á virkjunarstað í sumar. Er
þá áformað að byggja 3-fasa línu
frá Ártúnum inn Blöndudal að
virkjunarstað í sumar, en síðan
þyrfti að tengja hana með nýrri
línu frá Laxárvatnsvirkjun og
munu þær nýtast síðan sem
styrking dreifikerfisins í Svínadal
og Blöndudal. Haldið verður
áfram uppbyggingu innanbæj-
arkerfa þéttbýlisstaðanna eftir
þörfum. Nokkrir erfiðleikar eru á
að fylgja eftir hinni öru aukningu
raforkunotkunar á Skagaströnd,
vegna fyrrnefnds niðurskurðar,
en þar er mjög ör aukning rafhit-
unar.
í athugun er að auka varaafl
á svæðinu. Kemur þá helst til
greina að setja 700 kw dísilvél
á Skagaströnd. Þar eru nú tvær
litlar vélar, samtals 200 kw, sem
nýtast mjög illa. Hægt er að setja
þar stærri vélar án stækkunar á
húsi.
Rafmagnsveiturnar hafa nú
hafið uppbyggingu nýs fjar-
skiptakerfis á stuttbylgju. Rarik,
Vegagerð ríkisins, lögreglan í
Húnavatnssýslu og Póstur og
sími hafa sameinast um að koma
upp móðurstöð fyrir slíkt kerfi á
Vatnsnesfjalli, og er nú verið að
koma tækjum fyrir í bílum og á
ýmsum mikilvægum stöðum.
Eru miklar vonir bundnar við
að þetta auki mjög hagræðingu
og öryggi á svæðinu.
Geta má þess að hafin er bygg-
ing svæðisstöðvar Rarik á
Blönduósi, sem er svæðisstöð fyrir
Norðurland vestra. Þar verður
aðalbirgðastöð fyrir svæðið og
aðalskrifstofa.
Blönduósi 16. 02. ’82.
Sigurður Eymundsson,
rafveitustjóri.
LISTSYNING og
FLÓAMARKAÐUR.
Starf Sambands austur hún-
vetnskra kvenna var með hefð-
bundnu sniði sl. ár.
Aðalfundur sambandsins var
haldinn að Hnitbjörgum 2. maí í
boði kvenfélags Engilhlíðar-
hrepps. Þar voru þau frú Dóm-
hildur Jónsdóttir, sr. Pétur Þ.
Ingjaldsson og Björn Bergmann
gerð að heiðursfélögum S.A.H.K.
Síðar þáði stjórn S.A.H.K. heim-
boð prófastshjónanna, sem færðu
S.A.H.K. Æviminningabók
Menningar- og Minningarsj.
Kvenna III. og IV. bindi að gjöf.
Tvær konur sóttu safnfund,
sem haldinn var á Húsavík sl.
sumar. Þá sátu tvær konur aðal-
fund S.N.K. og ein kona sótti
landsþing K.I.
Hinar árvissu viðurkenningar
fyrir góðan árangur í Tónlistar-
skóla A-Hún., voru veittar, svo og
viðurkenning í samvinnu við