Húnavaka - 01.05.1982, Page 199
HÚNAVAKA
197
B.S.A.H. fyrir snyrtilega um-
gengni utanhúss í sveitum.
MenningarmálanefndS.A.H.K.
stóð fyrir listsýningu á Húna-
vöku, og voru sýndar grafík-
myndir frá Isl. grafíkmyndlista-
félaginu, sem Ingunn Eydal setti
upp.
Nefnd sú sem starfaði vegna
„árs fatlaðra“ stóð að stofnun
Sjálfsbjargardeildar A-Hún., í
samvinnu við byggðamálanefnd
J.C.
Flóamarkaður var haldinn, og
ágóða hans varið til starfsemi
sambandsins.
Margir gestir sóttu Heimilis-
iðnaðarsafnið heim, og nú eftir
áramót heimsóttu nemendur úr
nokkrum grunnskólum safnið, og
sýndu konur börnunum m.a.
gömul vinnubrögð í meðferð ull-
ar.
Þrjár mætar kvenfélagskonur
létust á árinu, þær Þorbjörg
Bergþórsdóttir Blönduósi, sem
var gjaldkeri S.A.H.K. um árabil,
Guðrún Sigvaldadóttir Mosfelli
og Halldóra Bjarnadóttir
Blönduósi, en þær voru báðar
heiðursfélagar sambandsins.
Þakkar S.A.H.K. þeim fyrir gott
og mikið starf i þágu sambands-
ins undangengin ár.
Stjórn sambandsins skipa nú:
Elísabet Sigurgeirsdóttir form.,
Theódóra Berndsen gjaldkeri, og
Elín Sigurðardóttir ritari.
NÝR BÓKAVÖRÐUR.
Árið 1981 var rekstur Héraðs-
bókasafnsins með svipuðum
hætti og undangengin ár. Vegna
almennra óska viðskiptamanna
var að því horfið sumarið 1980 að
lána út bækur einu sinni í viku í
júní og júlí, og var svo enn s.l.
starfsár, og aðsókn góð.
Til nýlundu var, að þegar
safnið hóf starf á s.l. hausti, að
loknum sumarleyfum, buðu kon-
ur úr J.C. Húnabyggð fram
þjónustu sina við að koma bókum
heim til þeirra, sem óhægt eiga
með að nálgast þær sjálfir, sökum
aldurs og eða fötlunar. Hefur
þessi fyrirgreiðsla verið vel þegin.
Þá annast safnið útvegun
hljóðbóka (til láns) hjá Borgar-
bókasafni Reykjavíkur, sam-
kvæmt þeim reglum, er þar um
gilda hvað varðar lánstíma og
annað.
I þessu sambandi skal þess get-
ið, að Kvenfélagið Vaka á
Blönduósi afhenti Héraðsbóka-
safninu peningagjöf, kr. 6.000.-,
sem varið verður til að koma upp
vísi að eigin hljóðbókasafni.
Þá barst enn á þessu ári höfð-
ingleg bókagjöf frá Lárusi
Björnssyni á Akureyri (frá Syðra-
Hóli), fyrir milligöngu Svein-
bjarnar Magnússonar. Þessar
gjafir eru safninu mjög kær-
komnar og gefendum færðar ein-
lægar þakkir.