Húnavaka - 01.05.1982, Page 200
198
HÚNAVAKA
Ennþá eru þrengsli og örðug
starfsaðstaða hemill á umsvif og
þjónustu. Verulegur hluti bóka-
kostsins er af þeim sökum ekki
aðgengilegur safngestum. Mikið
af eldri bókum er óskrásett og
ekki pláss fyrir þær í útlánasal.
Stjórn safnsins hefur unnið að
úrbótum og telur að hilli undir
lausn.
Á árinu 1981 lét af störfum
Sonja María Einarsdóttir, sem
veitt hafði safninu forstöðu um
liðlega fimm ára skeið. I hennar
stað var ráðin Ásta Rögnvalds-
dóttir, en hún er bókasafnsfræð-
ingur að mennt og hefir starfað
við bókasöfn bæði hérlendis og
erlendis. Auk hennar starfar við
safnið Sigurður Þorbjarnarson.
Umsvif safnsins voru á árinu
sem hér segir, og eiga svigatölur
við árið 1980:
Keyptar bækur 389 (385)
Lánaðar bækur 12.781 (11.664)
Safngestir 2.867 (2.503)
Handhafar korta 181 (166)
Útlánafjöldi svarar til þess að
hver íbúi í A-Hún hafi fengið
lánaðar u.þ.b. 5 bækur á árinu
1981. Mjög nærri lét, að börn og
unglingar annars vegar og full-
orðnir hins vegar, ættu jafnan
hlut í viðskiftum við safnið.
Sig. Þorbjamar.
FRÁ HÉRAÐSSKJALASAFNINU.
Unnið hefur verið að röðun skjala
í Héraðsskjalasafninu og má
segja, að gróf flokkun sé þegar
búin og nú er farið að fínvinna
safnið, ef svo mætti orða það.
Skjöl úr Blönduóshreppi hafa t.d.
verið flokkuð mjög nákvæmlega.
Héraðsskjalasafnið fékk viður-
kenningu sl. ár, þar sem það hlaut
styrk úr Þjóðhátíðarsjóði Seðla-
bankans að upphæð kr. 20.000.
Með auknu fjármagni kom aukin
geta og sl. sumar fóru þeir Pétur
Ólason, Miðhúsum og Konráð
Eggertsson frá Haukagili á
nokkra bæi og söfnuðu skjölum
og gömlum myndum en safnið
hefur einmitt nú einbeitt sér að
því að varðveita og safna gömlum
ljósmyndum. Vil ég mjög ein-
dregið hvetja fólk til þess að skrifa
aftan á myndirnar af hverjum
þær eru og koma öllum þeim
myndum, sem ekki eru í sérstöku
uppáhaldi hjá þeim til geymslu
og varðveislu á safninu.
Mikill stuðningsmaður Hér-
aðsskjalasafnsins, Pétur Sæ-
mundsen, bankastjóri, gamall
Blönduósingur, andaðist 5. febr.
sl. Hans verður væntanlega
minnst betur hér í Húnavöku en
á sl. ári vann hann mjög merki-
legt starf í sambandi við ljós-
myndasöfnun úr héraðinu. Hann
hafði árum saman safnað göml-
um myndum frá Blönduósi og af