Húnavaka - 01.05.1982, Side 201
HÚNAVAKA
199
gömlum Húnvetningum og
einnig gert könnun á hvaða
myndir hafa birst á prenti. Þegar
hann sá að hverju stefndi vann
hann af meiri orku en ætlast
mátti til af manni með hans
heilsu, einmitt að þessum málum
og verður verk hans seint þakkað
að þessu leyti.
Þá er rétt að geta þess að Júdit
Jónbjörnsdóttir kom hingað til
Blönduóss færandi hendi og af-
henti safninu, sunnudaginn 14.
febr. 6 stórar segulbandsspólur
með upptökum af rímnalögum
og stemmum, sem faðir hennar,
Jónbjörn Gíslason, kvað ásamt
fleirum. Þetta var ákaflega kær-
komin gjöf og sýnir hug margra
burtfluttra Húnvetninga til
heimahéraðsins. Margir aðrir
hafa fært safninu gjafir og þakka
ég þeim öllum. Ég vil að lokum,
eins og svo oft áður, minna alla á,
að liðandi stund er saga á morg-
un. Það, sem okkur finnst rusl í
dag getur haft mikla þýðingu
eftir nokkra áratugi. Þess vegna
höfum við komið upp þessu safn-
húsi, til þess að varðveita gamlar
heimildir, bæði skjöl, myndir og
segulbandsupptökur. Ég vil því
beina þeim tilmælum til allra,
sem hafa undir höndum myndir
eða skjöl eða segulbandsupptök-
ur, kvikmyndir eða hvað eina,
sem beir telja lítils virði og eru að
hugsa um að kasta, að koma því
heldur til Héraðsskjalasafnsins.
Við munum vinsa það úr, sem við
teljum feng í að varðveita, hitt
munum við svo eyðileggja, ef
menn óska eftir því. Fyrir hönd
stjórnar Héraðsskjalasafnsins
færi ég öllum velunnurum þess
þakkir fyrir góðar gjafir á liðnu
ári og vonast til þess að þetta ár
verði fengsælt sem hin fyrri.
Jón Isberg.
VINAKLÚBBUR 1 KARLSTAD.
Félagsstarf Lionsklúbbs Blöndu-
óss var með svipuðu sniði og á
undanförnum árum. Haldnir
voru 18 félagsfundir. Félagar eru
nú 46 og formaður klúbbsins
Grímur Gíslason.
Á árinu voru tekin upp vina-
tengsl við Lionsklúbbinn í Karl-
stad, sem er vinabær Blönduóss.
Er þetta fyrsti vinaklúbbur okk-
ar.
Fjáröflun fór fram með svip-
uðu sniði og undanfarin ár, s.s.
með sölu á blómum og perum.
Rækjuveiðar og vinnsla voru þó
stærsti tekjuliðurinn eins og und-
anfarin ár.
Á árinu var veitt fé til ýmissa
líknar- og menningarmála.
Rauðakrossdeild A-Húnvetninga
var styrkt við kaup á nýjum
sjúkrabíl. Nýstofnað félag Sjálfs-
bjargar fékk verulegan fjárstuðn-
ing. Leikfélag Blönduóss fékk