Húnavaka - 01.05.1982, Page 202
200
HÚNAVAKA
styrk til að kaupa nýtt ljósaborð í
Félagsheimilið, og tekinn var
þáttur í landssöfnun Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar til styrktar
fötluðum.
Klúbburinn sá um opið hús
fyrir aldraða í Hnitbjörgum og
heimsótti vistfólk á Héraðshæl-
inu, og farið var með eidra fólk í
skoðunarferð um Vatnsnes, með
viðkomu á Hvammstanga.
Einn félaga Lionsklúbbs
Blönduóss, Jón ísberg mun á
þessu ári taka við starfi um-
dæmisstjóra í umdæmi 109 B.
Valgarður.
FRÁ NORRÆNA FÉLAGINU
í A-HÚN.
Allmikil samskipti voru við vina-
bæina á hinum Norðurlöndun-
um á árinu.
Þann 12. júlí heimsótti Harald
Sörensen, skólastjóri við Bjerre
Herreds Ungdomsskole í Horsens
í Danmörku, Blönduós, og hafði
hér dags viðdvöl.
Þann 16. september kom
blaðamaðurinn Jan Jensen ásamt
konu sinni Lillebris Vedder Jen-
sen frá vinabænum Moss í Noregi
til Blönduóss. En hann er starf-
andi við Moss Avis. Höfðu þau
hjón tveggja daga viðdvöl og
heimsóttu helstu fyrirtækin á
staðnum. Einnig heimsóttu þau
búið á Torfalæk og skoðuðu
Þingeyrakirkju. Hafði hann all-
mörg blaðaviðtöl og birtust þau
ásamt fjölda mynda frá heim-
sókninni í blaði hans, er heim
kom til Noregs.
Þann 14. nóvember var aðal-
fundur Norræna félagsins hald-
inn á Blönduósi. Auk venjulegra
aðalfundarstarfa var kvik-
myndin „Kort fra Danmark“
sýnd á fundinum. 1 stjórn voru
kjörin: sr. Árni Sigurðsson, for-
maður, Björn Sigurbjörnsson,
ritari, Aðalbjörg Ingvarsdóttir,
gjaldkeri og meðstjórnendur Páll
Svavarsson og Ingibjörg Jó-
hannesdóttir.
Þann 18. desember var kveikt á
jólatrénu frá vinabænum Moss í
Noregi við hátíðlega athöfn. En
þetta er í þriðja sinn er Moss
sendir Blönduósi jólatré. Lúðra-
sveit Blönduóss lék jólalög undir
stjórn Jóhanns Gunnars Hall-
dórssonar. Formaður Norræna
félagsins flutti ávarp og afhenti
tréð fyrir hönd gefenda. Oddviti
Blönduóshrepps Hilmar Kristj-
ánsson veitti trénu viðtöku fyrir
hönd bæjarbúa og kveikti á því.
Fjölmenni var við athöfnina.
Á. S.
FRÁ SKÓGRÆKTARFÉLAGI
A-HÚN.
Árið 1981 viðraði eigi vel til
skógræktar. Plöntugróðri hefir þó
farið allvel fram á Gunnfríðar-
stöðum. Gróðursettar voru á ár-