Húnavaka - 01.05.1982, Page 204
202
HÚNAVAKA
fyrrverandi félagi í Hvöt, Pálmi
Gíslason núverandi formaður
UMFÍ. Flutti hann smellna ræðu
m.a. um íþróttadaga sína í
Húnaþingi fyrr á árum.
Ymsar aðrar íþróttir voru
stundaðar á vegum félagsins m.a.
körfubolti, handbolti, skák, blak
o.fl. Á vegum félagsins voru
starfandi 5 þjálfarar, auk þeirra
lögðu mjög margir mikla vinnu í
leiðsögn og aðstoð við mót. Mörg
stórmót í frjálsum íþróttum fóru
fram á Blönduósvelli í sumar.
Fjármál er snar þáttur í lífi
allra og ekki eru félagssamtök þar
undanþegin. Ef vega skal starf
miðað við útlagðar krónur þá er
starf umf. Hvatar geysilegt.
Kostnaður við þjálfun og ferða-
lög er mikill. Til að afla fjár er
dorgað á vel þekktum miðum,
árgjöld, sala á hressingu á
íþróttamótum, dansleikir, styrkir
frá sveitarfélaginu og aðstoð fyr-
irtækja. Blönduóshreppur hefur
styrkt starf félagsins dyggilega og
einnig má nefna Pólarprjón sem
gaf keppnisbúninga á kapplið fé-
lagsins í knattspyrnu.
Að síðustu þakkar stjórn
Hvatar öllum félögum gott starf
og einnig þeim sem styrkt hafa
félagið á einn eða annan hátt.
B. S.
FRÁ LÖGREGLUNNI.
Sú breyting varð á lögregluliði
Húnavatnssýslu á árinu að
Matthías Bjarnason lét af störf-
um sem lögreglumaður á Skaga-
strönd og við stöðu hans tók lög-
reglumaður frá Reykjavík, Þór
Gunnlaugsson.
Það sem telja má óvenjulegt
við árið 1981 í sambandi við lög-
gæslu í héraðinu, er að lögreglan
var aldrei kölluð á brunastað en
ég hygg að langt sé orðið síðan að
ár hefur liðið án brunaútkalls.
Þá leið verslunarmannahelgin
án þess að nokkurt óhapp yrði í
umferðinni og verður það einnig
að teljast óvenjulegt, þá miklu
umferðarhelgi.
Óhöpp í umferðinni urðu alls
74 á árinu en það er mjög svipað
og var á s.l. ári. Þar af urðu 28
umferðaróhöpp á Blönduósi, 11 á
Skagaströnd, 8 á Hvammstanga,
1 á Laugarbakka, 13 á vegum í
A-Hún. og 13 á vegum í V-Hún.
Ekki urðu nein meiriháttar slys í
umferðinni á árinu en 7 menn
voru fluttir á sjúkrahús vegna
meiðsla í umferðarslysum. Þá
urðu 3 gangandi vegfarendur
fyrir ökutækjum.
Átján ökumenn voru kærðir
fyrir meinta ölvun við akstur og
er það nokkuð lægri tala en varð á
síðasta ári, en þá voru þeir 24,.
Gistingar í fangageymslu urðu
44 og er það gífurleg aukning, þar