Húnavaka - 01.05.1982, Page 208
206
HÚNAVAKA
aðeins það sem xnnheimt er en
ekki álagt.
Alls bárust 473 lögregluskýrsl-
ur til embættisins. Tekin voru
fyrir í sakadómi 44 mál. Felld
voru niður 5, dómsáttir urðu 35
og 4 dómar.
Alls voru afgreidd 40 einkamál
við embættið.
Skráðir bílar í Húnavatnssýslu
1. janúar 1981 voru 1968, þar af
1757 fólksbílar, auk þess voru
skráð 11 bifhjól. A hvern lólksbíl
koma því 2,36 íbúar í sýslunni.
Meðaltal á landinu öllu er 2,63.
Ef miðað er við alla bíla, þá koma
2,10 íbúar á bíl i Húnavatnssýslu
en 2,40 á öllu landinu.
iBÚAR HÚNAVATNSSÝSLU
ÁLlKA MARGIROG 1850.
Mannfjöldi í Húnavatnssýslum,
miðað við bráðabirgðatölur 1.
des. 1981, er sem hér segir:
f Vestur-Húnavatnssýslu eru
alls 1.563, þar af 815 karlar og
748 konur.
Staðarhreppur 131
F.-Torfustaðahreppur 96
Y.-Torfustaðahreppur 256
Hvammstangahreppur 591
Kirkjuhvammshreppur 158
Þverárhreppur 139
Þorkelshólshreppur 192
í Austur-Húnavatnssýslu eru
alls 2.634, þar af 1.416 karlar og
1.218 konur.
Áshreppur 138
Sveinsstaðahreppur 113
Torfalækjarhreppur 140
Blönduóshreppur 996
Svínavatnshreppur 157
Bólstaðarhlíðarhreppur 173
Engihl íðarhreppur 102
Vindhælishreppur 71
Höfðahreppur 659
Skagahreppur 85
Til samanburðar má geta þess
að í Húnavatnssýslu allri bjuggu
árið 1845, 4.000 og árið 1850,
4.117 manns, 2.175 konur og
1.942 karlar á 556 heimilum.
FRÁ USAH.
Þing USAH var haldið að
Húnavallaskóla 14. mars 1981. í
ársskýrslu sambandsins kom m.a.
fram að árið 1980 hafði verið
mjög athafnasamt og mörg
íþróttamót haldin heima í héraði.
Mörg mál voru lögð fyrir þingið
og ýmsar merkar samþykktir
gerðar.
Árlega fer fram kjör íþrótta-
manns ársins innan USAH og
það sæmdarheiti hlaut Ingibjörg
Örlygsdóttir umf. Hvöt Blöndu-
ósi.
Umf. Hvöt hlaut til varðveislu
farandbikar, kaupfélagsbikarinn,
sem afhendist því félagi innan
USAH sem bestum heildarárangi
nær á mótum sambandsins.
Magnús Ólafsson gaf ekki kost
á sér til endurkjörs, en hann hafði