Húnavaka - 01.05.1982, Page 211
HÚNAVAKA
209
námskeið eða fundi á vegum
Fræðsluskrifstofunnar, og einnig
er hugsanlegt að þar gætu þeir
búið, sem koma þyrftu í rannsókn
eða þjálfun hjá sérfræðingum
skrifstofunnar. Jafnvel gætu for-
eldrar komið og búið með börn-
um sínum um einhvern tíma.
Sem fyrr segir er mikil og vax-
andi ráðgjafarþjónusta á vegum
fræðsluskrifstofunnar. Hlutverk
hennar er samkvæmt grunn-
skólalögum m.a. að leiðbeina
skólastjórum, kennurum og for-
eldrum um uppeldismál, að bæta
uppeldislega og sálfræðilega
þekkingu þeirra, sem starfa að
skólamálum, auk þess að aðstoða
þá sem þess þurfa með í námi og
leik.
Merkur þáttur í starfi
Fræðsluskrifstofunnar er sá að nú
er unnið að því að koma þar upp
gullasafni. Það er safn þroskandi
hluta, leikfanga og annarra
þjálfunartækja. Starfsmaður
gullasafnsins er þroskaþjálfi.
Gullin verða síðan lánuð út til
þeirra, sem á þeim þurfa að halda
og starfar því nokkuð í líkingu við
bókasafn.
Allir aldurshópar eiga kost á að
fá gull lánuð úr safninu, en fyrst
og fremst er það hugsað fyrir
yngsta aldurshópinn.
Fræðsluskrifstofan þjónar öllu
kjördæminu og hefur starfsliðið
náið samband við alla grunn-
14
skóla kjördæmisins. Flestir starfs-
mannanna eru búsettir á
Blönduósi, en sumir eru þó bú-
settir í öðrum hlutum kjördæm-
isins, t.d. er annar sérkennarinn í
Varmahlíð. Þaðan annast hann
sérkennslu í Skagafirði og á
Siglufirði. Hinn sérkennarinn býr
í Miðfirði og sér um vesturhluta
kjördæmisins. Þá er bókasafns-
fræðingurinn búsettur á Hofsósi
og ferðast þaðan milli skólanna.
Hans hlutverk er að leiðbeina við
uppsetningu og rekstur skóla-
bókasafna.
Sem fyrr getur eru tveir sál-
fræðingar starfandi á Fræðslu-
skrifstofunni. Annar þeirra er að
vísu starfsmaður á vegum svæð-
isstjórnar um málefni þroska-
heftra á Norðurlandi vestra, en
náið samstarf er milli svæðis-
stjórnarinnar og Fræðsluskrif-
stofunnar.
M. Ó.
VERSLUNIN KISTAN.
Tuttugasta og sjöunda dag
nóvembermánaðar 1981 var
opnuð ný verslun að Holtabraut
14 Blönduósi. Hún er til húsa í
hluta af nýbyggðum bílskúr og er
möguleiki á stækkun ef þörf þyk-
ir. A boðstólnum eru gjafavörur
af ýmsu tagi og tískuklæðnaður.
Eigandi verslunarinnar er Guð-
rún M. Njálsdóttir.
Páll Ingþór.