Húnavaka - 01.05.1982, Síða 212
210
HÚNAVAKA
BLÓM Á BLÖNDUÓSI.
Þann 4. apríl 1981 var opnuð
blóma- og gjafavöruverslun er
nefnist Blómabær. Verslunin er
til húsa að Aðalgötu 15 og eru
eigendur hjónin Lydia og Val-
garð Jörgensen. Starfsemin hófst í
20 m2 húsnæði en í október var
stækkað í 45 m2. Á boðstólum eru
afskorin blóm, pottablóm og
margskonar gjafavara. Einnig er
hægt að fá skreytingar fyrir öll
tækifæri, en þessa þjónustu hafa
Blönduósingar orðið að sækja
annað hingað til.
Páll Ingþór.
IÐNSVEINAFÉLAG.
Iðnsveinafélag Húnvetninga var
stofnað 12. nóvember 1980.
Starfsvæði þess nær yfir báðar
Húnavatnssýslur. Stofnfélagar
voru 11 og fyrstu stjórn skipa:
Jakob J. Jónsson formaður,
Kristján H. Gunnarsson gjald-
keri, Svavar H. Jóhannsson ritari.
Markmið með stofnun félags-
ins er að sameina alla starfandi
iðnsveina á félagssvæðinu, innan
sinna vébanda og ennfremur
berjast fyrir: hækkun kaupgjalds,
styttum vinnutíma, auknum
réttindum, bættum vinnuskil-
yrðum og sjá um, að haldnir verði
fræðandi fyrirlestrar um þau
málefni, sem stéttina getur varð-
að.
Félagsstarf Iðnsveinafélagsins
á árinu 1981 var blómlegt.
Nokkrir stjórnar- og félagsfundir
voru haldnir. Tekið var þátt í
nýjum kjarasamningum og enn-
fremur var fræðandi efni dreift
meðal félagsmanna.
Það er von stjórnar félagsins að
sem flestir iðnsveinar á félags-
svæðinu láti innrita sig í félagið
svo það geti biómgast sem best.
Jakob J. Jónsson.
MIKIL LEIT AÐ TF-ROM.
A sl. ári var Björgunarsveitin
Blanda kölluð einu sinni út til
stórleitar, þ.e. þegar leit var gerð
að flugvélinni TF-ROM, sem
fórst á Holtavörðuheiði 27. maí.
Skipulögð leit stóð í fjóra sólar-
hringa samfleytt, með þátttöku
fjölmargra björgunar- og hjálp-
arsveita víðsvegar af landinu.
Ekki létu björgunarsveitarkonur
sitt eftir liggja þá frekar en
endranær, en þær önnuðust
ásamt fleirum matartilbúning í
Húnaveri, handa þeim mönnum,
sem þar gistu, nokkuð á þriðja
hundrað manns þegar flest var.
Aðfaranótt 17. febrúar, þegar
fárviðri gekk yfir landið voru fé-
lagar í Blöndu, ásamt fleirum, á
neyðarvakt í Lögreglustöðinni á
Blönduósi. Þá nótt var farið í
tuttugu og sjö staði og reynt að