Húnavaka - 01.05.1982, Side 215
HÚNAVAKA
213
ing stórgripasláturhúss fyrir
SAH, endurbætur við Húna-
vallaskóla, forvinna við heilsu-
gæslustöðina á Blönduósi o.fl.
Hjá Eik vinna nú að staðaldri
14-16 menn og hyggur fyrirtækið
gott til framtíðarinnar.
S. Kr.
NÝ EFNISGEYMSLA.
Mjög mikil atvinna hefur verið
hjá Trésmiðjunni Stíganda h.f.
á Blönduósi undanfarin ár. A
síðasta ári eru stærstu verkefnin
hin nýja byggingavörudeild
Kaupfélags Húnvetninga, sem
tekin var í notkun seint á árinu.
Einnig svæðisstöð Rafmagns-
veitu ríkisins og sundlaug á
Hvammstanga.
Fyrirtækið reisti á árinu nýja
efnisgeymslu að Ægisgrund 1 á
Blönduósi. Þetta er stálgrinda-
hús, 360 m2 og um 1540 m3. Hófst
verkið 15. júlí 1981 og var húsið
fokhelt 31. október.
Starfsmannafjöldi var 23-30 á
árinu og greidd vinnulaun 2,3
milljónir.
Unnar.
HEITU POTTARNIR VINSÆLIR.
Rekstur Trefjaplasts gekk mjög
vel fyrri hluta sl. árs eða allt fram
til júní loka en þá datt sala alveg
niður. Allmargir aðilar í landinu
framleiða nú vörur úr trefjaplasti
og það virtist vera sama sagan hjá
þeim öllum. Það er alltaf fram-
leitt allmikið fyrir sjávarútveginn
og þegar þar þrengir að, þá dettur
markaðurinn niður. Þó nokkur
sala var í heitum pottum, sem
menn setja niður við hús sín og
eru væntanlegar nýjar gerðir af
þeim með vorinu. Þá kemur
væntanlega einnig á markaðinn
ný gerð af bát, skektu, en mót var
tekið af norskri skektu og fram-
leitt svo úr trefjaplasti. Verður
það árabátur, sem einnig er hægt
að hafa við mótor. Um áramótin
var útlitið ekki gott en þó var ekki
talin ástæða til þess að segja upp
starfsmönnum, í trausti þess að úr
rættist, er fram kæmi á árið 1982.
Jón ísberg.
FRÁ TÓNLISTARSKÓLA
A.-HÚN.
Starfsári skólans lauk með tón-
leikum í Fellsborg á Skagaströnd
9. maí 1981. Skólinn starfaði með
líkum hætti og verið hefur und-
anfarin ár, frá byrjun október til
9. maí. Kennt var á Blönduósi,
Húnavöllum og Skagaströnd.
Kennarar voru fjórir, Tryggvi
Jónsson, sem kenndi á Húnavöll-
um, Sólveig Benediktsdóttir og
Jóhann Gunnar Halldórsson á
Blönduósi, og Heiðmar Jónsson á
Skagaströnd. Hljóðfærin voru
orgel, píanó, blokkflauta, harm-
oníka, saxófónn og melodika.