Húnavaka - 01.05.1982, Page 216
214
HÚNAVAKA
Nemendur voru 93 í byrjun
skólaárs, en 63 voru prófaðir um
vorið. Fjórir luku prófi í 1. stigi,
en það voru Anna Sveinsdóttir,
Einar Logi Vignisson, Sigríður
Vala Vignisdóttir og Þorgerður
Hlynsdóttir. Tveir luku öðru
stigi, Birna Guðmundsdóttir og
Margrét Sveinsdóttir. Öll eiga
þau heima á Blönduósi.
Nemendatónleikar fóru fram
rétt fyrir jólin. Var þar leikið á
ýmis hljóðfæri, bæði einleikur og
samleikur og líka sungu börnin
nokkur lög. Samskonar tónleikar
fóru fram á Skagaströnd eftir
áramótin, en á Húnavöllum
tengdist hljóðfæraleikur barn-
anna árshátíð þeirra.
Þá léku nokkrir af nemendum
skólans á aðalfundi Tónlistarfé-
lags A-Hún. í febrúar. Vortón-
leikar fóru fram eins og áður segir
á Skagaströnd fyrir fullu húsi.
Þar komu fram yfir 30 af nem-
endum skólans og léku á hljóð-
færi sín. Börn frá Blönduósi
sungu nokkur lög við undirleik.
Níu ára stúlka Kristin Sóley
Björnsdóttir söng einsöng. For-
maður skólanefndar Valgarður
Hilmarsson, Fremstagili þakkaði
nemendum fyrir skemmtunina
og góðan árangur af starfi vetr-
arins. Verðlaun voru veitt af
SAHK — og hlutu þau Lilja
Árnadóttir, Blönduósi, Anna
Bryndís Sigurðardóttir, Umsvöl-
um og Bryndís Guðjónsdóttir,
Skagaströnd.
Solveig.
FISKVINNSLA A BLÖNDUÓSI.
Það er tiltölulega stutt síðan
vinnsla sjávarafla hófst á
Blönduósi. Árið 1971 var fyrir-
tækið Hafrún hf stofnað til þess-
arar vinnslu með það markmið að
auka fjölbreytni i atvinnulífinu,
sérstaklega yfir vetrarmánuðina.
Var fenginn bátur frá Hrísey til
þess að veiða hörpudisk, sem síð-
an var unninn í húsakynnum
Sölufélagsins (sláturhúsinu). Þar
af leiðandi gat vinnsla ekki hafist
fyrr en eftir sláturtíð. Árið 1974
hóf Særún hf vinnslu á rækju í
sama húsnæði og þá upphófst hið
fræga rækjustríð á Húnaflóa.
Árið 1975 var rækjuframleiðsla
25 tonn en 1981 nam framleiðsla
á frystri rækju 70 tonnum. Einnig
var framleitt á árinu 1981, 30
tonn af skelfiski, 16 tonn af skreið,
25 tonn af hrefnukjöti, og seinni-
part árs var tekið á móti 140
tonnum af fiski í skreiðarverkun.
Bolfiskvinnsla hófst í mars
1981 og var farið í hana til þess að
auka fjölbreytni í framleiðslu og
til þess að skapa fleiri atvinnu-
tækifæri. Að jafnaði unnu 18
manns hjá fyrirtækinu á sl. ári, en
um 80 manns hafa verið á launa-
skrá, flestir frá Blönduósi, en
nokkrir úr nærsveitum.