Húnavaka - 01.05.1982, Page 217
HÚNAVAKA
215
Sex bátar lögðu upp afla hjá
Særúnu hf, þrír frá Blönduósi,
einn frá Skagaströnd og tveir frá
Hólmavík og Drangsnesi, þar af
var einn á bolfiskveiðum.
Hráefninu er ekið á bílum frá
Hvammstanga og Skagaströnd
vegna hafnleysis hér. Særún h.f.
keypti bátinn Sæborgina á árinu
á móti Matthíasi Sigursteinssyni.
Hún er 66 tonn og er gerð út á
linu. Auk þess eru gerðir út frá
Blönduósi Nökkvinn 30 tonn
keyptur 1973 í eigu Særúnar h.f.
og Húnavík 30 tonn í eigu Matt-
híasar Sigursteinssonar og Sigur-
steins Guðmundssonar.
Kári.
VEIGAMIKLAR
VAXTABREYTINGAR.
Heildarinnlán við lok 19. starfs-
árs útibúsins um síðustu áramót
námu 50.878 þúsundum króna,
og höfðu þau aukist um 21.757
þúsundir króna á árinu eða um
74,7%. Aukning þessi er yfir
meðalinnlánsaukningu bankans í
heild, sem reyndist vera um
72,5%.
Innlánin skiptust þannig:
Þús. kr.
Veltiinnlán 8.474
Almenn innlán 18.588
Bundið fé 23.816
Bundið fé hjá Seðlabanka Is-
lands nam í árslok um 12.115
þúsundum króna og hafði aukist
um 7.345 þúsundir króna á árinu.
Heildarútlán í árslok námu
73.523 þúsundum króna, og
höfðu þau aukist á árinu um
29.455 þúsundir króna eða um
66,8%, en meðalaukning útlána
bankans i heild var um 76%.
Aukning eigin útlána var hins
vegar 75,3%, þ.e. aukning útlána
að frádregnum endurseldum af-
urðalánum.
Utlánin skiptust þannig:
Þús. kr.
Afurðalán 44.004
Víxillán 4.618
Verðbréfalán 23.778
Yfirdráttarlán 1.123
Af framangreindum útlánum
voru 30.960 þúsundir króna end-
urseld afurðalán frá Seðlabanka
Islands.
Skipting útlánaflokka:
Til atvinnuveganna 84,7%
Til opinberra aðila 8,8%
Til einkaaðila 6,5%
Fjárhæð keyptra viðskipta-
víxla á árinu var um 33.060 þús-
undir króna.
Bókfærðar vaxtatekjur í árslok
námu 21.349 þúsundum króna og
vaxtagjöld 16.555 þúsundum
króna.
Rekstrarkostnaður á árinu var
1.918 þúsund krónur og eigið fé í
árslok nam um 9.210 þúsundum
króna.
Lánveitingar Stofnlánadeildar
landbúnaðarins voru um 6.364
þúsundir króna á árinu 1981 í