Húnavaka - 01.05.1982, Page 218
216
HÚNAVAKA
Austur- og Vestur-Húnavatns-
sýslu. Til framkvæmda í austur-
sýslunni voru veitt 27 lán að fjár-
hæð 2.405 þúsund króna og í
vestur-sýslunni 34 lán að fjárhæð
3.959 þúsundir króna.
Við vaxtabreytingu 1. júní sl.
voru gerðar veigamiklar kerfis-
breytingar, til einföldunar á
vaxtakerfinu og fækkunar vaxta-
flokka. Vextir á 6 og 12 mánaða,
og 10 ára sparisjóðsbókum voru
lækkaðir í sömu vexti og á al-
mennum sparisjóðsbókum, en
eigendum þeirra gefinn kostur á
að flytja innistæður af þeim yfir á
verðtryggða innlánsreikninga,
bundna til sex mánaða. Á út-
lánahlið voru lánskjör skulda-
bréfa í hefðbundnu formi hækk-
uð til samræmis við kjör vaxta-
aukaútlána, um leið og hin síðar-
greindu voru færð niður. Við
þetta féllu vaxtaaukalán niður
sem sérstakur lánaflokkur, ásamt
þeim sérstöku réttarreglum, sem
gilt hafa um vaxtaaukakjörin.
Vaxtaaukainnlán kallast nú
reikningar með þriggja mánaða
og 12 mánaða uppsögn, en
vaxtaaukaútlán falla undir
skuldabréfa- og afborgunarlán.
Innan bundinna innlána hefur
orðið veruleg tilfærsla, eftir að
binditími verðtryggðra innlána
styttist í 6 mánuði. Voru verð-
tryggð innlán um áramót 81/82,
orðin rúm 14% heildarinnlána
útibúsins, í stað 1,4% ári fyrr.
Starfsmenn útibúsisns í árslok
voru 9, þar af 1 í hálfu starfi.
Sigurður Kristjánsson.
MIKIL LEIT.
Á árinu 1981 voru 37 á aðalskrá
Hjálparsveitar skáta á Blönduósi
og 31 á aukaskrá. Á árinu fór
fram ein víðtækasta leit sem
sveitin hefur tekið þátt í, leitin að
flugvélinni TF-ROM, en í henni
tóku þátt á milli 20 og 30 manns
frá sveitinni.
Tvær gönguæfingar hafa verið
haldnar á árinu og samæfingar á
vegum L.H.S. hafa verið vel sótt-
ar. Eru það leitar- og skyndi-
hjálparæfing í Vestmannaeyjum
og skyndihjálparæfingin á Akur-
eyri, nánar til tekið á Hjalteyri.
Einnig leitaræfingin, sem haldin
var í tilefni af 10 ára afmæli
L.H.S.
Fjáraflanir hafa verið þokka-
legar á árinu og ber þar hæst að
venju flugeldasöluna, sem gekk
vonum framar. Flugeldum var
keyrt fram um sveitir. Einnig
flugeldamarkaður hér á staðnum
í 4 daga.
Brauðsalan sem hefur verið ein
af okkar betri fjáröflunum hefur
nú lagst að mestu niður, þar sem
Félagsheimilið hefur hafið sölu á
slíku inni í húsinu. Þó var samið
við húsvörðinn um að kaupa af