Húnavaka - 01.05.1982, Page 219
HÚNAVAKA
217
okkur brauð til sölu á Húnavöku.
Fjórir menn unnu eina kvöld-
stund við skreiðarvinnslu. Að
venju var planið sópað á sumar-
daginn fyrsta.
Styrkir hafa borist frá nokkr-
um sveitarfélögum og úr Sýslu-
sjóði A-Hún.
Unnið hefur verið af kappi við
að innrétta í björgunarstöð. Búið
er að steypa í gólf í bílageymsl-
unni, miðstöðvarlögn er langt
komin og klæðning veggja er að
komast á lokastig. Búið er að
múra bílageymslu og smíði á
hurðum er langt komin. Það
næsta, sem liggur fyrir í húsinu,
er að koma hurðunum fyrir, og
setja plötur í loftið.
Stjórn Hjálparsveitar skáta
þakkar öllum sem styrkt hafa
sveitina eða lagt henni lið á ein-
hvern hátt.
Einnig þakkar hún félögum
fyrir gott samstarf á liðnu ári.
Gubmundur Ingþórsson.
LEIKFÉLAG BLÖNDUÓSS.
Starfsemi L.B. 1981 var með
hefðbundnum hætti, sett var upp
eitt verk „Getraunagróði“, ensk-
ur gamanleikur eftir Philip King,
leikstjóri Jill Brock Árnason.
Sýningar urðu 7, þar af ein á
Hvammstanga og önnur á
Skagaströnd. Aðsókn var í
tæpu meðallagi og mikið lakari
en árið áður, en þá sýndum við
„Skáld-Rósu“ 10 sinnum við
mjög góð aðsókn og af-
bragðs undirtektir. Nú er
verið að æfa „Kristnihald undir
Jökli“ eftir Halldór Kiljan Lax-
nes undir leikstjórn Svanhildar
Jóhannesdóttur og verður það
sýnt á Húnavöku.
Félagar í L.B. eru nú um 70,
þar af 4 heiðursfélagar, þau
Tómas R. Jónsson, Margrét
Jónsdóttir, Helga Guð-
mundsdóttir og Nanna Tómas-
dóttir, og voru þeim afhent
skrautrituð heiðursskjöl á síðast-
liðnu ári, en heiðursskjölin voru
unnin af einum félaga L.B.,
Birnu Lúkasdóttur, og eru þau