Húnavaka - 01.05.1982, Page 220
218
HÚNAVAKA
einkar smekkleg og vel unnin. Þá
hefur L.B. eignast sitt eigið
skjaldarmerki, en það teiknaði
Guðráður Jóhannsson á Beina-
keldu. Styrktarfélagskerfi var
komið á fyrir þremur árum og
hefur það tekist með ágætum.
Styrktarfélagar eru nú um 80
talsins og fer fjölgandi.
Formannsskipti urðu í félaginu
síðastliðið vor. Þá lét af störfum
sem formaður Sigurður H. Þor-
steinsson eftir þriggja ára setu, en
við tók Sveinn Kjartansson
fræðslustjóri. Auk hans eru í
stjórn Sturla Þórðarson varafor-
maður, Jakob Guðmundsson
gjaldkeri, Guðrún Pálsdóttir rit-
ari og Njáll Þórðarson með-
stjórnandi. Um leið og L.B.
þakkar félagsmönnum og vel-
unnurum gott samstarf á liðnum
árum, væntir það þess að Hún-
vetningar hjálpi því í framtíðinni
við að halda þessari sterfsemi
áfram, en grundvöllur þess er góð
aðsókn á sýningar félagsins.
Sigurður H. Þorsteinsson.
MIKIL VINNA HJA
SAMVINNUFÉLÖGUNUM.
Starfsemi samvinnufélaganna
varð með svipuðu sniði og und-
anfarin ár. Heildargreiðslur fyrir
vinnu og þjónustu voru um 19
millj. kr. og vinnuvikur reyndust
vera um 11.000. Svarar það til að
hjá félögunum hafi unnið að
jafnaði um 200 manns. Má á því
sjá hversu snar þáttur starfsemi
félaganna er í lífi og starfi hér-
aðsbúa.
Afurðir.
Sauðfjárslátrun hófst hjá
S.A.H. 16. september og stóð til
23. október. Slátrað var alls
55.683 dilkum. Meðalþungi inn-
lagðra dilka varð 13,58 kg.
Innvegið dilkakjöt í sláturtíð
varð 754 tonn. Slátrað var 5.612
fullorðnum kindum. Kjöt af full-
orðnu fé var 105 tonn.
Eftirtaldir bændur lögðu inn
500 dilka eða fleiri:
Dilkar
Félagsbúið
Stóru-Giljá........... 1.093
Meðalvigt 14,53 kg
Ásbúið..................... 932
Meðalvigt 13,41 kg
Gísli Pálsson,
Hofi.................... 750
Meðalvigt 14,25 kg
Magnús Pétursson,
Miðhúsum................ 615
Meðalvigt 15,29 kg
Heiðar Kristjánsson,
Hæli.................... 608
Meðalvigt 13,93 kg
Guðsteinn Kristinsson,
Skriðulandi............. 595
Meðalvigt 13,84 kg