Húnavaka - 01.05.1982, Side 224
222
HÚNAVAKA
fyrsta, fór fram skátamessa í
Blönduóskirkju að venju. Gengu
skátar fylktu liði til messu sem
var fjölmenn að vanda.
Þann 28. júni var söngmót
norðlenskra kirkjukóra haldið á
Akureyri í tilefni 1000 ára minn-
ingu kristniboðs á Islandi. Söng-
mótið hófst með guðsþjónustu í
Akureyrarkirkju þar sem sr. Pétur
Sigurgeirsson vígslubiskup pre-
dikaði, en prófastar á Norður-
landi þjónuðu fyrir altari.
Söngmótið, sem haldið var í
íþróttaskemmunni á Akureyri, er
talið hið fjölmennasta er fram
hefir farið norðanlands. Meðal
þátttakenda voru kirkjukórar
Blönduós-, Þingeyra- og Undir-
fellssókna. Alls munu þátttak-
endur hafa verið um 500 manns.
Þann 19. júlí var 1000 ára
kristniboðs minnst í Húnaþingi.
Hátíðin hófst með klukknahring-
ingu og skrúðgöngu biskupa og
presta til hátíðarguðsþjónustu er
fram fór í Þingeyrakirkju. I guðs-
þjónustunni var þess minnst, að
1000 ár voru liðin frá upphafi
kristniboðs á íslandi með komu
fyrstu kristniboðanna, Þorvaldar
víðförla og Friðriks biskups, er
dvöldu á Stóru-Giljá og voru hér
á árunum 981-986, en Þorvaldur
var fæddur á Stóru-Giljá.
Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson pró-
fastur predikaði, en fyrir altari
þjónuðu sr. Árni Sigurðsson
sóknarprestur, sr. Andrés Ólafs-
son á Hólmavík og sr. Pétur Sig-
urgeirsson vígslubiskup. Kirkju-
kórar Undirfells- og Þingeyra-
sókna sungu undir stjórn Sigrún-
ar Grímsdóttur organista með
aðstoð frú Solveigar Sövik organ-
ista. Bæn í kórdyrum flutti Er-
lendur Eysteinsson bóndi og
meðhjálpari á Stóru-Giljá.
Alls munu um 27 prestar á
Norðurlandi auk þriggja biskupa
hafa sótt hátíðina.
Kl. 16 hófst hátíðarsamkoma
við Gullstein með fánahyllingu
og lúðrablæstri, þar sem tveir
blásarar úr Lúðrasveit Blönduóss
blésu stef úr upphafi Passíu-
sálma.
Sr. Árni Sigurðsson sóknar-
prestur setti samkomuna með
ræðu, síðan flutti sr. Pétur Sigur-
geirsson vígslubiskup ávarp. Þá
talaði Margrét Hróbjartsdóttir
sem fulltrúi Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga. Að þvi loknu
fluttu þau Kristján Hjartarson
organisti á Skagaströnd og frú
Emma Hansen frumort hátíðar-
ljóð. Herra Sigurbjörn Einarsson,
biskup Islands, flutti ræðu.
Biskup skirði einnig við hátíðina
barnabarn hjónanna á Stóru-
Giljá, er hlaut nafnið Hulda
Dóra. Viðstaddur hátíðarhöldin
var kirkjumálaráðherra, Friðjón
Þórðarson. Ekki varð af ræðu
kaþólska biskupsins á Islandi,