Húnavaka - 01.05.1982, Side 225
HÚNAVAKA
223
herra Henrik Frehens, er boðið
hafði verið til hátíðarinnar þar
sem hann var veikur. Milli þess
sem ávörp og ljóð voru flutt söng
sameinaður kór kirkjukóra
Húnavatnsprófastsdæmis alls um
90 manns undir stjórn sex söng-
stjóra.
Að því loknu afhjúpaði biskup
Islands minnisvarðann um
kristniboðið er reistur hafði verið
í landi Kringlu, í nánd við
Stóru-Giljá. Minnisvarðinn, sem
er lágmynd af fyrstu kristniboð-
unum, er eftir Ragnar Kjartans-
son myndhöggvara. Minnisvarð-
inn sem vegur um 5 tonn, er 2,5 m
á hæð og steyptur úr blágrýtis-
möl. Hann er unninn í Stein-
smiðjunni hjá Sigurði Helgasyni.
Hann stendur um 25 metra frá
miðju Norðurlandsvegar og er
hann í beinni línu milli Þingeyra
og Gullsteins. Sést hann vel frá
veginum og áletrunin á minnis-
varðanum er:
Friðrik biskup
Þorvaldur víðförli
981 Kristniboð 1981
Ofan við áletrunina er mynd,
er sýnir þá Þorvald og Friðrik
krjúpa á bæn. Heldur biskup á
krossi en Þorvaldur ber sverð sér
við hlið.
Fór öll athöfnin hið virðuleg-
asta fram. Kalt var í veðri og
lágskýjað þennan dag, en þurrt
þar til rétt fyrir lok samkomunn-
ar er byrjaði að rigna.
1 hátíðarnefnd áttu sæti: Sr.
Pétur Þ. Ingjaldsson Skaga-
strönd, sr. Árni Sigurðsson
Blönduósi, Erlendur Eysteinsson
bóndi Stóru-Giljá, sr. Róbert
Jack Tjörn á Vatnsnesi og Karl
Sigurgeirsson kaupmaður
Hvammstanga.
Þann 25. október hóf sunnu-
dagaskóli Blönduóskirkju vetrar-
starf sitt. Var hann allvel sóttur á
árinu. Að þessu sinni hlaut Arnar
Þór Reynisson, Hnjúkabyggð 27,
veifu Æ.S.K. fyrir góða ástund-
un.
Þann 15. nóvember afhentu
hjónin Sigursteinn Guðmunds-
son læknir, Brigitte kona hans og
börn, Héraðshæli Húnvetninga á
Blönduósi altari ásamt altaris-
klæði, ræðupúlt ásamt klæði og
stólu, en gjöfin er minningargjöf
um son þeirra Guðmund er
drukknaði 2. mars 1976, 18 ára að
aldri.
Afhendingin fór fram við fjöl-
menna guðsþjónustu á Héraðs-
hælinu þar sem sóknarpresturinn
þakkaði gjöfina, ásamt formanni
sjúkrahússtjórnar Jóni ísberg
sýslumanni.
Á. S.