Húnavaka - 01.05.1982, Side 227
HÚNAVAKA
225
up varð 70 ára 30. júní 1981 og lét
af störfum 30. september 1981
eftir 22ja ára þjónustu með
sæmd. Við biskupsembætti tók
nýkjörinn biskup hr. Pétur Sig-
urgeirsson.
Þá gat prófastur þess að tveir
merkir atburðir hefðu skeð á
bókmennta sviði hinna kristnu
siða hér á landi. Ný handbók
hefði komið út, og leysir hún af
hólmi handbókina frá 1934. Þá
kom út á þessu ári ný þýðing á
heilagri ritningu er koma skal í
stað biblíunnar frá 1908.
Eftir kaffihlé tók sr. Árni Sig-
urðsson til máls og ræddi um
Hólastað og framtíð hans, en
hann er formaður Hólafélagsins.
Þá flutti gestur fundarins, Ást-
ráður Sigursteindórsson guð-
fræðingur, erindi og fjallaði það
um aðalmál fundarins hina ný-
útkomnu biblíu. sem er hin 10. í
röðinni. Var erindið bæði gagn-
legt og fróðlegt, en Ástráður hefur
ávallt verið starfandi í kristilegu
starfi og einnig í KFUM. Urðu
miklar umræður um erindið og
tóku margir til máls. Er Ástráður
nú einn lifandi af stofnendum
Hins kristilega stúdentafélags.
1 lok fundarins flutti prófastur
kveðjuávarp til fundarmanna, en
þetta var hans síðasti héraðs-
fundur, og þakkaði hann liðin
störf héraðsfundarmanna, og
sóknarnefnda prófastsdæmisins.
15
Margir héraðsfundarmanna
höfðu fært þeim prófastshjónum
hlýjar þakkir fyrir góð kynni á
liðnum árum. Síðan lauk pró-
fastur héraðsfundinum með ritn-
ingalestri og bænagjörð, og eftir
gamalli hefð tóku menn höndum
saman í hring og sungu „Son
Guðs ertu með sanni“. Þá var
gengið til kvöldverðar í Fellsborg
í boði prófastshjónanna.
Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson.
KIRKJULEGAR FRÉTTIR.
Þann 22. júlí 1981 var öldruðu
fólki á Skagaströnd boðið í
skemmtiferð til Skagafjarðar og
norður í Fljót. Var ferðin farin á
vegum Hólaneskirkju að for-
göngu Dómhildar Jónsdóttur, og
var kostuð af Hólaneskirkju,
Rækjuvinnslunni hf, Hólanesi hf,
Skagstrendingi hf, Trésmíða-
verkstæði Guðmundar Lárusson-
ar, Vélaverkstæði Karls Berndsen
og Saumastofunni Violu.
Tuttugu og tveir menn tóku
þátt í ferðinni og hafði fólkið nesti
með sér.
Var haldið inn Strönd, Norð-
urárdal og Laxárdal norður á
Sauðárkrók. Haldið var síðan til
Hofsóss, skoðaður bærinn og
kirkjan, og nestið snætt. Kom þá í
bílinn til okkar sr. Sigurpáll Ósk-
arsson prestur á Hofsósi og gerðist
leiðsögumaður okkar og fræddi