Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2014, Page 10

Ægir - 01.09.2014, Page 10
10 - Hafa menn beggja vegna borðsins verið fastir í sama farvegi í þessum málum? „Ég held að það sé engum um að kenna heldur hefur skapast og þróast einhver um- ræðuhefð og stemning í kringum sjávarút- vegsmálin sem við viljum ekki vera í. Verk- efnið er að vinna okkur inn í nýja tíma í þessum efnum. Það eru ákveðin kynslóðaskipti að eiga sér stað í greininni og því fylgja breytingar, þróun og ný tækifæri. Við sjáum líka konur í sjávarútvegi bindast samtökum og láta á sínu starfi bera innan greinarinnar og koma með nýja sín á mál sjávarútvegsins. Fjöl- margt í þessa veru undirstrikar gerjunina og drifkraftinn í greininni og stofnun nýju samtakanna er í þessum takti.“ Dýrmætt að beintengjast markaðsstarfinu Áðurnefnda aðild sölu- og markaðsfyrir- tækja að Samtökum fyrirtækja í sjávarút- vegi er eðlilegt að túlka sem staðfestingu þess hversu nátengd þau málefni eru veið- um, vinnslu, umhverfismálum, menntun og öðrum þeim áhersluefnum sem samtökin gefa sig út fyrir. Jens Garðar segir fagnaðar- efni að hafa sölufyrirtækin með þessum hætti í hópnum og segir umræðu um mark- aðssetningu íslenskra afurða í víðum skiln- ingi meðal stærstu verkefnanna. „Ég nefni sem dæmi umræðu frá stofn- fundi samtakanna um að við fáum heimild til að nota íslenska fánann í markaðsstarf- inu. Norski fáninn er á öllum norskum sjáv- arafurðum og er orðinn að eins konar vöru- merki og gæðastimpli þeirra í sjávarútvegi, hvort heldur eru afurðir úr þorski eða laxi. Við skulum hafa í huga að Norðmenn eru risavaxnir í samanburði við okkur á mörk- uðunum, veiða um eina milljón tonna af þorski samanborið við 230 þúsund tonn sem við veiðum þannig að við þurfum öll okkar tæki til að halda markaðsstöðunni. Í gegnum samtökin geta sölufyrirtækin kom- ið sínum skilaboðum beint til okkar, lagt mjög mikilvægar áherslur inn í stefnumót- unina og samtökin sem slík geta þá unnið að áhersluefnum sem nýtast í markaðsstarf- inu. Samtal við stjórnvöld um fánalögin eru eitt lítið en samt mikilvægt dæmi um þetta.“ Stjórnmálamenn stýra þriðju stærstu útgerðinni Jens Garðar segir engan veginn sjálfgefið að íslenskar sjávarafurðir seljist háu verði á afurðamörkðum. Samkeppnin sé hörð við aðrar fiskveiðiþjóðir, ekki hvað síst Norð- menn sem hafi að baki sér ríkisstyrki til markaðssóknar og margfaldar fjárhæðir í markaðsstarf á við Íslendinga. „Einmitt vegna þessa er svo mikilvægt að við höfum náin tengsl við þá sem starfa fyrir okkar hönd úti á mörkuðunum og að við getum á hverjum tíma brugðist við í samkeppninni. Ég er alls ekki að kalla eftir ríkisstyrkjum til markaðsstarfs en á hinn bóginn þykir mér full ástæða til að ræða hvort einhver hluti veiðileyfagjalda sé ætlaður til eflingar mark- aðsstarfs fyrir íslenskar sjávarafurðir út um heiminn. Í mörgu öðru getur ríkisvaldið lagt lið þó ekki sé í beinum styrkjum,“ segir Jens Garðar og vekur um leið athygli á stöðu rík- isvaldsins sem þriðja stærsta kvótahafa í sjávarútvegi á landinu. Þar segir hann um að ræða þá potta sem úthlutað sé með sér- tækum hætti, til að mynda í formi byggða- kvóta, strandveiða, línuívilnunar, sérstaks kvóta Byggðastofnunar og fleiri slíkra potta. „Sem formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð hef ég verið mjög hugsi yfir þessari stöðu ríkisvaldsins og hvernig farið er með pott- Jens Garðar Helgason ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegsráðherram, á stofnfundinum. „Ég er alls ekki að kalla eftir ríkisstyrkjum til markaðsstarfs en á hinn bóginn þykir mér full ástæða til að ræða hvort einhver hluti veiði- leyfagjalda sé ætlaður til eflingar markaðsstarfs fyrir íslenskar sjávarafurðir út um heiminn.“

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.