Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2014, Blaðsíða 12

Ægir - 01.09.2014, Blaðsíða 12
12 Íslensku sjávarútvegsverðlaun- in voru veitt samhliða Íslensku sjávarútvegssýningunni í lok septembermánaðar. Þetta var í sjötta sinn sem verðlaunin eru veitt en til þeirra var stofnað í tengslum við sýninguna á sín- um tíma. Að þeim standa Fiski- fréttir og World Fishing, auk sýningarhaldaranna. Verðlaun- in voru veitt í Gerðasafni í hófi sem sjávarútvegsráðherra og bæjarstjórinn í Kópavogi efndu til af þessu tilefni. Veitt eru verðlaun í nokkrum flokkum, þeim sem dómnefnd telur að hafi náð framúrskar- andi árangri á ýmsum sviðum greinarinnar, til að mynda í fisk- veiðum, útgerð, fiskvinnslu og framleiðslu tækjabúnaðar fyrir sjávarútveg. Viðurkenninguna Framúr- skarandi fiskimaður hlaut Víðir Jónsson, skipstjóri á frystitogar- anum Kleifabergi ÓF frá Ólafs- Verðlaunahafar Íslensku sjávarútvegsverðlaunanna 2014. Fremri röð frá vinstri: Fulltrúi Raymarine, Helgi Hjálmarsson framkvæmdastjóri. Völku, Guðbjörg M. Matthíasdóttir fh. Ísfélags Vestmannaeyja, fulltrúi Craemer Group, fulltrúi Unisystem, Rúni Petersen fh. JT Electric, Albert Marsellíus Högnason fh. 3X Technology. Efri röð frá vinstri: Sigurður Ólason fh. Marel, Víðir Jónsson skipstjóri á frystitogaranum Kleifabergi ÓF, Atli Már Jósafatsson framkvæmdastjóri Polar toghlera, Pétur Már Benediktsson fh. Grindavíkurbæjar, Hjörtur Erlendsson forstjóri Hampiðjunnar, Sigurjón Andrésson frá Sjóvá, Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmdastjóri Skinneyjar-Þinganess, Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda og Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans. Íslensku sjávarútvegssýninguna sóttu rösklega 14 þúsund manns að þessu sinni. Íslen sk a sjá v a rú tv eg ssý n in g in

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.