Ægir - 01.09.2014, Side 16
16
Menntaskólinn á Ísafirði hóf nú
í haust kennslu á skipstjórnar-
námi til A-stigs, sem veitir
réttindi til skipstjórnar á skipum
sem eru styttri en 24 m að
skráningarlengd. Námið er 46
einingar og kennt með svoköll-
uðu dreifnámssniði á 3 önnum
og lýkur í árslok 2015. Náms-
brautin er rekin í nánu samstarfi
við Skipstjórnarskóla Tækni-
skólans, sem metur allt námið
inn í frekara skipstjórnarnám
hjá þeim sem vilja halda áfram
að loknu A-stiginu. Kennarar í
skipstjórnarnáminu eru Guð-
björn Páll Sölvason og Heiðar
Kristinsson. Fjörutíu og þrír eru
nú skráðir i námið.
Skipstjórnarnám skiptist í 5
stig, sem hvert um sig veitir
ákveðin réttindi til skipstjórnar
og stýrimennsku. Auk A-stigs-
ins eru það S-stigið sem veitir
réttindi til að stjórna smáskip-
um undir 12 m að skráningar-
lengd, B-stigið sem veitir
réttindi til skipstjórnar á skipum
allt að 45 m, C-stigið veitir ótak-
mörkuð réttindi á fiskiskip og
önnur skip með ótakmarkað
farsvið og E-stigið veitir réttindi
til að gegna stöðu skipherra á
varðskipi.
Skipstjórnarnámið á Ísafirði
átti sér nokkurn aðdraganda,
því þörf fyrir meiri réttindi en
smáskipanámið gefur hefur ver-
ið að byggjast upp. Stafar það
af almennri menntunarþörf á
þessu sviði en einnig af
breytingum á útgerð og nýjum
atvinnugreinum. Útgerð smá-
báta hefur aukist, en stórum
bátum og togurum á Vestfjörð-
um fækkað. Menn hafa verið að
stækka smábátana og endur-
nýja með stærri bátum. Lög nr.
82/2013 um breytingar á lögum
um stjórn fiskveiða ýttu undir
þessa þróun, en með þeim geta
fiskiskip, sem eru styttri en 15
metrar að mestu lengd og
minni en 30 brúttótonn, öðlast
veiðileyfi í krókaaflamarkinu, í
stað 12 m lengdar í eldri lögum.
Smáskiparéttindi duga því ekki
lengur til að stjórna öllum bát-
um í krókaaflamarkskerfinu.
Önnur ástæða er að nokkuð er
um að skipstjórnarmenn með
meira en smáskiparéttindi vant-
ar í fiskeldið. Þá hefur farþega-
bátum fjölgað, sem ýtir undir að
menn nái sér í aukin skipstjórn-
arréttindi.
Í vélstjórnarréttindum hefur
sama þróunin verið og í skip-
stjórn. Með stækkun bátanna
dugar vélgæslunám ekki leng-
ur, en það veitir rétt til að vera
vélavörður á smáskipum sem
eru 12 metrar að skráningar-
lengd og styttri og með vélarafl
minna en 750 kW. Þess vegna
hafa Fræðslumiðstöð Vest fjarða
og Menntaskólinn á Ísafirði að
undanförnu boðið viðbótar-
nám í vélgæslu, sem veitir
réttindi til að vera vélstjóri á
skipum með 750 kW vél og
minni allt að 24 metrar að
skráningarlengd.
Til að stytta nám sitt var
þeim sem það átti við, gefinn
kostur á að gangast undir svo-
kallað raunfærnimat og sá
Fræðslumiðstöð Vestfjarða um
það. Að frumkvæði Fræðslu-
miðstöðvar atvinnulífsins hefur
raunfærnimat verið þróað í all-
mörgum greinum. Raunfærni er
samanlögð færni sem einstak-
lingur hefur náð, hvort sem
hennar hefur verið aflað í skóla
eða með öðrum hætti. Með
raunfærnimati geta einstak-
lingar fengið þessa færni metna
á móti námsskrám skóla eða
annarri viðmiðun. Þeir geta síð-
an nýtt sér niðurstöðurnar til að
halda áfram námi.
Fræðslu- og símenntunar-
miðstöðin Viska í Vestmanna-
eyjum hafði umsjón með þróun
raunfærnimatsins í skipstjórn
og stjórnaði Sólrún Bergþórs-
dóttir náms- og starfsráðgjafi
því verki. Var raunfærnimatið
tilbúið í desember 2013 og
gekkst þá fyrsti hópurinn undir
mat hjá Visku. Samstarfaðilar að
þróun raunfærnimatsins voru
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins,
Skipstjórnarskóli Tækniskólans
og Framhaldsskólinn í Vest-
mannaeyjum. Til mats geta
komið 22 einingar í 10 áföng-
um. Inntökuskilyrði eru að
einstaklingur sé:
• orðinn 25 ára.
• hafi að lágmarki starfað á
sjó í 1125 daga.
• hafi áhuga á því að ljúka til-
skyldum stýrimanns- og
skipstjórnarréttindum.
Þar sem markhópur skip-
stjórnarnámsins voru einkum
starfandi sjómenn og þar á
meðal skipstjórar, var eðlilegt
að bjóða þeim að gangast und-
ir raunfærnimat. Raunfærni-
Skipstjórnarnám
á Ísafirði
Fjórir af þeim nemendum sem tóku þátt í raunfærnimati sem undanfara skipstjórnarnáms við Menntaskólann
á Ísafirði.
M
en
n
tu
n