Ægir - 01.09.2014, Page 22
22
S
íld
a
rv
ertíðin
Hjá vinnslustöð Ísfélagsins sem
staðsett er á Þórshöfn á
Langanes er enn verið að vinna
síld úr norsk-íslenska síldar-
stofninum og segir Siggeir Stef-
ánsson framleiðslustjóri að ver-
tíðin hafi gengið vel. „Við erum
um það bil að klára okkar kvóta
í norsk-íslensku síldinni, það er
misjafnt milli ára hvenær þeirri
vertíð lýkur. Við erum örlítið
seinni í ár en oft áður,“ segir
hann.
Siggeir segir að vertíðin hafi
heilt yfir gengið ljómandi vel,
síldin sé stór og falleg, meðal-
stærð um 400 grömm sem telj-
ist mjög gott og hún henti vel í
vinnslu. „Hún gefur betur af sér
svona stór. Við höfum verið að
fá ágætis verð fyrir hana.“ segir
hann en síldin er seld heilfryst
og flökuð á markaði í Austur-
Evrópu, m.a. til Póllands, Rúss-
lands og Hvíta-Rússlands.
Mikið fjör þegar síldarvertíð
stendur yfir
Tvö skipa Ísfélagsins, Heimaey
og Álsey, hafa séð vinnslunni á
Þórshöfn fyrir hráefni að
undanförnu. Skip félagsins hafa
landað um 11 þúsund tonnum
af norsk-íslensku síldinni á ver-
tíðinni á Þórshöfn. Áður stóð yf-
ir vinnsla á markíl og voru um
7000 tonn af honum unnin hjá
vinnslunni á Þórshöfn. „Það
hefur verið mikið um að vera
hjá okkur, mikið fjör í þessu eins
og jafnan er þegar vertíðir
standa yfir og menn hafa gam-
an af því,“ segir Siggeir.
Þegar lokið verður við
vinnslu á norsk-íslensku síldinni
tekur heimasíldin við að sögn
Siggeirs, en hún verður unnin í
Vestmannaeyjum. „Við förum í
bolfiskvinnslu þegar þessu
síldarævintýri lýkur,“ segir
hann.
Vertíðin var á margan hátt
svipuð og í fyrra, en þá var
metár hjá vinnslunni, „svo það
telst líklega bara aldeilis gott að
taka tvö góð ár í röð,“ segir
hann. „Við erum ánægð með
það.“
Vonbrigði með minni loðnukvóta
Hins vegar lýsir hann áhyggjum
með minnkandi kvóta þegar
kemur að norsk-íslensku
síldinni og segir blikur á lofti
sem vissulega sé ástæða til að
óttast. Óvissa ríki um hrygn-
ingarstofninn og hvað veiða
megi úr stofninum á komandi
árum. „Það voru okkur líka von-
brigði að sjá hversu úthlutun í
loðnu fyrir komandi vetur er
lítil. Við höfðum væntingar um
að byrjunarúthlutunin yrði
meiri miðað við mælingar í
fyrra. Það verður farið í leiðang-
ur til að mæla loðnu aftur í jan-
úar og við vonum að þá finni
Hafró meira magn af henni en
síðasta loðnuvertíð var mjög lé-
leg,“ segir Siggeir.
Mikið hefur verið um að vera í vinnslustöð Ísfélagsins á Þórshöfn. Þar hafa tvö skipafélagsins landað um 11 þúsund tonnum af síld úr norsk-íslenska
stofninum undanfarnar vikur og annríki verið á starfsfólkinu. Myndir: Líney Sigurðardóttir
Siggeir Stefánsson framleiðslustjóri Ísfélagsins á Þórshöfn:
Metvertíð í fyrra og
stefnir í álíka góða nú
Vertíðin sem nú stendur yfir er á margan hátt svipuð og í fyrra, en þá
var metár hjá vinnslunni, „svo það telst líklega bara aldeils gott að taka
tvö góð ár í röð,“ segir Siggeir framleiðslustjóri á Þórshöfn.