Húnavaka - 01.05.1985, Page 16
14
HÚNAVAKA
eftir aftur, kennt stuttan tíma og prófað. Kennari var Kristján Sig-
urðsson á Brúsastöðum og kenndi hann okkur öllum systkinunum,
enda mun hann hafa verið starfandi kennari í 40 ár. Oftast kom hann
fótgangandi daglega á þessa bæi, en einstaka sinnum var hann á hesti.
Öll börnin gengu yfirleitt heim dag hvern, þó kom fyrir að krakkar
framan úr dal voru tíma og tíma hér út frá.
Eftir fullnaðarpróf, sem svo var kallað, var ég í unglingaskóla hjá
séra Þorsteini Gíslasyni í Steinnesi. Hann hélt uppi unglingaskóla á
þessum árum, frá áramótum og fram að páskum.
Ég velti því fyrir mér eins og margir á þessum aldri, hvaða stefnu ég
ætti að taka í lífinu. Niðurstaðan varð sú að ég fór í eldri deild
Reykholtsskóla haustið 1937 og lauk þaðan prófi vorið eftir. Þá fór ég
heim og vann við búið hjá foreldrum mínum til vorsins 1940 að ég fór
í Bændaskólann á Hvanneyri. Mætti ég þar í verknám um mánaða-
mótin apríl-maí og þótti dálítið snúið að fara þegar vorannir gengu í
garð heima. Þá var tveggja vetra nám í bændaskólum. Fyrri veturinn
var eingöngu bóklegt nám, verknám um vorið, sumarið og haustið og
bóknám síðari veturinn.
Þá var allt unnið með hestum og handverkfærum á Hvanneyri,
meira að segja allar kýrnar mjólkaðar með höndum. Ég hafði kynnst
hestaverkfærum við búskapinn heima og fannst að ég lærði lítið á því
að vera þar um sumarið, en heima væri mín mikil þörf við stórt bú,
sem þarfnaðist mikilla heyja. Ég sagði skólastjóranum, sem var Run-
ólfur Sveinsson, þetta og hann leyfði mér að fara heim um sláttinn.
Þegar ég kom aftur um haustið fórum við að grafa skurði með skóflum.
Verið var að undirbúa að setja upp heimilisrafstöð á Hvanneyri.
Vatnið var leitt í skurði úr Vatnshamravatni, langa leið vestur hjá
gömlu fjárhúsunum og þar sprengt í gegnum klöpp og fengið fa.ll. Það
var erfitt að vinna við þetta, mikið þurfti að sprengja og allt varð að
bora með handborum. Haukur Jörundarson kennari sá um þetta verk
og stöðin komst upp.
Á vorin var alltaf farið í verknámsferðir, annað árið var farið norður
að Hólum og að Ræktunarstöð Norðurlands á Akureyri, hitt árið
suður á bóginn. Þetta vor var farið suður að Gullfossi, Geysi, til
Þingvalla og austur i Fljótshlíð. Okkur þótti það skrítið að hermenn-
irnir, sem þá voru nýlega komnir til landsins voru víða að stoppa
okkur, alvopnaðir, og skoða i bílana.
Þessi ferð var mjög lærdómsrík. Fyrst skoðuðum við nokkur stórbýli