Húnavaka - 01.05.1985, Page 22
20
HÚNAVAKA
að skip, sem tóku fé í Dýrafirði, fengu vont veður og fórst eitthvað af
lömbum í einu eða tveimur skipum.
Meðan við vorum í burtu voru stöðugt fjárleitir og fé var auðvitað
að finnast fram á síðustu stundu. Stundum hafði það verið flutt til
Blönduóss til slátrunar á sömu bílunum, sem héldu áfram til Skaga-
strandar að sækja nýja fjárstofninn. Þar var óneitanlega nokkuð djarft
teflt, en allt blessaðist þetta.
Á bryggjunni á Skagaströnd var féð talið sundur og fór ákveðin
lambatala i hvern hrepp. Þar tóku vaktmenn við fénu og það var allt
bólusett. Ákveðinn dag var allur lambahópurinn, í hverjum hreppi,
rekinn til réttar. Þangað komu flestir úr sveitinni, sem vettlingi gátu
valdið, til þess að sjá nýja féð, fagna því og vera við þegar því var skipt
milli bændanna. Það var afar eftirminnilegur dagur, og öll er þessi
fjárskiptasaga hin merkilegasta.
Þá gáfu hrossin drjúgar tekjur
Voru þetta ekki erfið ár fyrir bœndur?
Það var ákaflega erfitt tímabil frá því mæðiveikin fór að herja á
fjárstofninn og þangað til mjólkursamlagið tók til starfa. Maður er í
raun undrandi á því hvernig fólkið í sveitinni bjargaðist af, því að
tekjumöguleikarnir voru ekki miklir. Það hafa nú sem betur fer alltaf
verið til menn, sem hafa neitað að gefast upp og reynt ýmsar leiðir. Ein
af þeim var loðdýrarækt. Sumir hleyptu upp hrossum. Hrossaeign óx
geysilega og aðaltekjurnar á sumum búum voru af hrossum, bæði
hrossum til afsláttar og útflutnings.
Á þessum árum voru alltaf hrossamarkaðir. Ég man eftir að Pétur
Ottesen og Gunnar á Selalæk, sem báðir voru eftirminnilegir menn,
komu og héldu markaði.
Fórst þú langferðir með hrossarekstra?
Nokkrum sinnum rak ég með föður mínum hross til útflutnings eða
afsláttar, suður til Reykjavíkur og jafnvel allt suður á Suðurnes. Það
voru að mörgu leyti eftirminniiegar ferðir, sem oftast voru farnar á
haustin. Venjulega var farin hin gamalkunna leið frá Grímstungu að
Kalmanstungu. Þegar um stóra rekstra var að ræða var hafður nátt-
staður við Arnarvatn, en annars farið í einum áfanga. Síðan var farið