Húnavaka - 01.05.1985, Page 26
24
HÚNAVAKA
venjan úti í Noregi að hafa þetta svona opið. Ef bornar eru saman
aðstæðurnar þá og nú er merkilegt hvað þetta gekk vel. Þá var ekkert
rafmagn, engin frystiaðstaða, sjaldan hægt að fá nýtt grænmeti og
margt frumstætt miðað við tækni og þægindi, sem núna þykja sjálf-
sögð.
Á hverju voru refirnir fóðraðir?
Það féll mikið til af kjöti á þessum árum, en það var náttúrlega
lélegt kjöt af mæðiveiku ánum. Töluverð ásókn var frá bændunum,
sem voru hluthafar í refabúinu, að koma þessu kjöti í refina, en
Steingrími fannst sumt af því varla einu sinni refamatur. Það var
reynt að ná í fisk handa þeim og jafnvel grænmeti. Einnig var fiskimjöl
dálítið notað. Það var vandamál að geyma kjöt og fisk, en þó man ég
ekki eftir að upp kæmu neinir alvarlegir kvillar út frá fóðrinu.
Fyrsti ráðunautur eða leiðbeinandi Búnaðarfélags Islands í refa-
ræktinni var Guðmundur Jónsson frá Ljárskógum. Loðdýraræktarfé-
lag Islands var stofnað 7. mars 1936. Að vísu hafði svipað félag verið
stofnað áður, en starfsemi þess fallið niður. H.J. Hólmjárn varð for-
maður þessa nýja félags og um svipað leyti var hann skipaður ríkis-
ráðunautur í loðdýrarækt af landbúnaðarráðherra. Eg man eftir að
hann kom sunnan yfir heiðar á hestum og gisti heima.
Það var geysilegur áhugi hjá mönnum fyrir þessu um tíma og ég
man eftir að haldnar voru refasýningar á Blönduósi. Sláturhúsið
gamla var tekið á leigu og þar voru refirnir flokkaðir, dæmdir og
sýndir. Þarna voru veitt fyrstu, önnur og þriðju verðlaun. Verðlaunin
voru slaufur úr silkiborðum ýmislega litum, sem lagðar voru á bak
dýrsins á sýningarborðinu, þegar dómur var genginn um verðlaun.
Auk þess voru veitt heiðursverðlaun fyrir bestu dýr sýningarinnar af
hvoru kyni, bæði fyrir fullorðin dýr og hvolpa. Þau verðlaun voru
silfurbikar.
Það var Loðdýraræktarfélag Islands sem gekkst fyrir þessari sýn-
ingu. Dómarar voru tveir, H.J. Hólmjárn og norskur maður. Til
gamans má geta þess að árið 1936 höfðu allar búfjárræktarsýningar
hjá Búnaðarfélagi Islands fallið niður vegna knapprar fjárveitingar.
Ég man eftir miklu fjölmenni á einni refasýningu, sem haldin var á
Blönduósi 8. nóvember 1938. Þangað komu menn víða að og þar man
ég eftir Kristni Briem á Sauðárkróki, sem hafði stórt refabú, Guð-
mundi á Svignaskarði, Sigurði Pálmasyni og Einari Farestveit á