Húnavaka - 01.05.1985, Page 32
30
HÚNAVAKA
(SAH), var deildarstjóri Áshreppsdeildar félagsins í 15 ár og sat um
skeið í stjórn þess. Mér hafa alltaf fundist samvinnumálin áhugaverð.
Einnig var ánægjulegt að vinna að málefnum búnaðarfélagsins, en
formaður þess var ég í 9 ár.
Starfaðir þú ekki að gróðurverndarmálum?
Nokkur ár var ég í gróðurverndarnefnd sýslunnar og um hríð for-
maður hennar. Þau mál voru stundum á viðkvæmu stigi og vandasöm
úrlausnar, en hafa öll þróast til betri vegar.
Stórir hópar af ríðandi fólki
Varst þú ekki í ungmennafélaginu?
Jú, á mínum yngri árum og stundum formaður þess. Það hafði
ágætis starfskröftum á að skipa og starfaði með töluverðum blóma.
Það gaf lengi út handskrifað blað, sem hét Ingimundur gamli. Það
kenndi margra grasa í blaðinu, ljóðmæli, greinar, sögur og vísur. Ég
get nefnt höfunda eins og Kristján Sigurðsson kennara á Brúsastöðum,
Kristin Bjarnason, Ásgrím son hans, Björn Blöndal og Forsæludals-
fólk, sem allt voru góðir hagyrðingar. Þá voru ortir gamanbragir um
sveitungana og vísur flugu um dalinn.
Á árunum 1935-36 byggði ungmennafélagið samkomuhús með
styrk frá hreppnum, sem mig minnir að væri 1500 krónur. Á þeim
tíma var Grímur Gíslason formaður félagsins, en hann var lengi einn
af ötulustu liðsmönnum þess. Húsið var vígt um 15. sumarhelgina, en
þá var algengt að tala um ákveðna sumarhelgi. Nokkur samkomuhús í
sýslunni voru byggð á þessum árum með svipuðu sniði, t.d. í Svína-
vatnshreppi, í Víðidal og á Laugarbakka. Það var eiginlega þegjandi
samkomulag að þessi hús tileinkuðu sér ákveðinn dag til aðal-
skemmtanahalds, héldu nokkurs konar árshátíð og var það á vígslu-
degi húsanna. Hér var það 15. helgin, í Svínavatnshreppi 19. helgin og
16. helgin í Ásbyrgi á Laugarbakka.
Þessar skemmtanir hér í samkomuhúsinu á Ásbrekku voru fjöl-
mennar og var þeirra beðið með eftirvæntingu. Margt af fólkinu kom
á hestum og við urðum að hafa góða girðingu og gæslumenn fyrir
hestana. Stórir hópar af ríðandi fólki komu yfir Gafl niður hjá Gilhaga
úr Víðidal og algengt var að komið væri yfir fjall úr Svínadal niður hjá