Húnavaka - 01.05.1985, Page 33
HÚNAVAKA
31
Marðarnúpi. Sömu leið fórum við oft um 19. helgina á samkomu
Svínvetninga.
Þetta voru nú ekki eingöngu „dansiböll“ heldur var skemmtidag-
skrá. Stundum voru íþróttir, fótbolti var æði oft og stundum voru
fengnir ágætir fyrirlesarar. Ég man t.d. eftir Guðmundi Finnbogasyni
landsbókaverði hér. Fólksfjöldinn var slíkur að húsið rúmaði hann alls
ekki, svo að fólk settist niður úti og naut þar fyrirlestranna.
Var dansað alla nóttina?
Það var dansað alveg ótakmarkað, því að minnsta kosti fyrstu árin
var engin löggæsla, en seinni árin var þetta háð leyfum og þá varð að
hafa löggæslu. Það kom til þegar kom fram á stríðsárin. Margir aug-
lýstu að hermönnum væri óheimill aðgangur. Einu sinni þegar ég
hafði afskipti af samkomu komu nokkrir hermenn, sem vildu fá að
komast inn á ballið. Þá kom einhver sem túlkaði fyrir þá að aðgangur
væri þeim óheimill. Þeir urðu mjög óánægðir, en við létum okkur ekki,
vildum ekki brjóta þessa reglu, sem við höfðum sett, og þeir sneru frá.
Bústærðin er afdrifaríkur þáttur í afkomu bænda
Hvað segir pú um breytingar á búskaparháttum?
Við faðir minn áttum stundum tal um þær á seinni árum. Hann
sagði oft við mig að sennilega mundi engin kynslóð lifa jafn miklar
breytingar og hans kynslóð. Eg var ekki sammála þessu, því að ég hef
nú lifað mest alla breytinguna sem hann lifði. Nokkur dæmi um það,
t.d. þurfti ég að flytja heyið heim á klökkum fyrstu árin, slá mikið með
orfi og ljá, bera neysluvatn í bæinn úr djúpum brunni, stinga taðið út,
þurrka það til þess að elda við það matinn og hita bæinn. Þetta hafði
þjóðin gert frá því fyrsta. Það hefur verið svo margt í þjóðfélaginu, sem
ekki hefur fengið að þróast heldur breyst á byltingarkenndan hátt. Eg
vil taka sem dæmi að þegar ég var á Hvanneyri 1941 var þar aðeins
einn „traktor“ sem Páll Stefánsson umboðsmaður Ford hafði gefið
Halldóri Vilhjálmssyni skólastjóra, en það var bæði kunningjabragð
og auglýsing, þar sem þarna voru bændaefni af öllu landinu. Þessi
dráttarvél var á járnhjólum með stórum spyrnum og var sama sem
ekkert notuð.
Þá voru 25 dráttarhestar á Hvanneyri. Við urðum að þekkja þá alla