Húnavaka - 01.05.1985, Page 35
HUNAVAKA
33
Víða eru fallegar sveitir
Eg veit að þú hefur ferðast mikið um Island, en hefur þú farið utan?
Nei, því miður hef ég ekki komið út fyrir pollinn, þótt hugur hafi
staðið til hafa atvikin hagað því þannig að ekki hefur orðið af. Inn-
anlands hef ég ferðast töluvert og haft ánægju af. Þegar hringvegurinn
var opnaður 1974 fórum við hjónin á eigin bíl, seint í ágúst, sólarsinnis
hringferð um landið. Víða sáum við fallegar sveitir og á nokkrum
stöðum var útsýnið sérstaklega tilkomumikið. Má þar nefna útsýnið af
Breiðdalsheiði yfir Breiðdalinn, af Lónsheiði yfir Lónið og svo síðast
en ekki síst af Almannaskarði vestur yfir Nesin, Hornafjörð og þessar
hrikalegu andstæður — annars vegar skriðjöklana og sandana — hins
vegar gróðurbeltið með ströndinni. Það verður mér lengi minnisstætt
og ég hef hug á að fara annan hring fljótlega.
Hefðirðu kosið að búa frekar annars staðar en í Vatnsdal?
Þegar á allt er litið hefði ég ekki kosið það. Þó verð ég að viðurkenna
að þegar ég var yngri maður og keypti Hvamm fannst mér endilega að
ég þyrfti ekkert að vera að binda mig hér fyrir allt lífið. Ég hefði alveg
eins hug á að setja mig niður annars staðar þar sem mér væri betur
borgið, en þegar ég lít til baka þá finn ég að ég hef ekki yfir neinu að
kvarta.
Tíminn fljótur að líða
Það er liðið að kvöldi, þegar við Hallgrímur ljúkum þessu spjalli og
aftur er sest að veisluborði, sem Sigurlaug Fjóla Kristmannsdóttir kona
Hallgríms hefur framreitt. Foreldrar hennar, Kristmann Runólfsson
kennari og oddviti um árabil og Þuríður Ingibjörg Klemensdóttir,
bjuggu í Hlöðversnesi á Vatnsleysuströnd. Fjóla er fædd 29. nóvember
1921 og giftist Hallgrími 19. nóvember 1952.
Þau eiga 3 dætur: Elsta dóttirin, Ingibjörg Rósa, býr í Reykjavík.
Hennar maður er Gísli Ragnar Gíslason prentari. Þau eiga 3 börn.
Næst er Þuríður, sem starfar í Fjármálaráðuneytinu, en hún á einn
son. Yngsta dóttirin er Margrét, sem er hárskeri með meistararéttindi.
Hennar maður er Gunnar Jónsson og eiga þau einn son.
Son átti Fjóla áður en hún giftist. Hann heitir Hafsteinn Gunnars-
3