Húnavaka - 01.05.1985, Page 41
HUNAVAKA
39
menn, sem gættu línunnar frá Blöndu og vestur í Fjöll. Sjást þar ennþá
menjar um girðingu sem þarna var, bæði vír og staurabrot. Það var oft
gestkvæmt á Kvennabrekku og komu þangað menn austan yfir
Blöndu og víðar að.
Þetta var eins og sérstök sveit þarna á heiðinni, og var eiginlega
myndað sveitarfélag. Ég man eftir því að skrifaður var sérstakur fjall-
skilaseðill eitt sinn.
Hver þótti besti staðurinn að vera á?
Þeir höfðu, eins og aðrir bæir í sveitum, hver til síns ágætis nokkuð.
Ég var fyrsta árið í Fóhorni með Skarphéðni Einarssyni og þeim
feðgum Sigfúsi Eyjólfssyni og Pétri Sigfússyni frá Eiríksstöðum. Eg
held að þeir hafi báðir hætt eftir fyrsta árið, Pétur og Skarphéðinn en
Pétur síðan byrjað aftur. Síðan er ég tvö sumur á Keldubakka. Við
vorum þar alveg á mörkum sandanna og gróðursins og hestahagar
voru ekki skemmtilegir, en við vorum oft með marga hesta. En hagar
voru góðir í Biskupstungunum vestan Blöndu og notuðum við okkur
það.
Mikið var um hestakaup, það stóð varla stundinni lengur hvað hver
átti. Annars var misjafnt hvað menn höfðu gaman af þeim.
Jósafat Jónsson á Brandsstöðum stjórnaði vörslunni þarna framfrá,
en Sigurður Jónasson skógarvörður stjórnaði vörslunni í heild á þessu
svæði. Hann kom oft fram á heiði, og hann tók mikið í nefið. Eitt sinn
er hann kemur sitjum við og erum eitthvað að masa, þá draga allir upp
sínar neftóbaksdósir og fá sér í nefið, en Jói á Mælifellsá segir:
Ríkjandi sparnaðarandi hér er
enginn vill skipta við Kominn.
Nú tekur sérhver í nefið hjá sér
nú er hann Sigurður kominn.
Sigfús Eyjólfsson orti brag um alla þá sem voru í vörslunni, en flest
af þessu er gleymt. Fátt var skrifað upp, og hætt við að það sem var
skrifað, sé glatað. Eitt er víst að ekki skrifaði Jói neitt, því að hann
skrifaði aldrei staf.
Kanntu ekki sögur af Jóa?
Hann verslaði mikið með hross, keypti oft á haustin stóra flota, fór
með norður til Akureyrar og seldi þau þar til afsláttar. Hann var mjög
minnugur og skrifaði aldrei hjá sér fyrr en hann var kominn upp í 200