Húnavaka - 01.05.1985, Page 43
HÚNAVAKA
41
sem ekkert sérstaklega skemmtilegur, en hann var ágætur úr kvíslun-
um. Nú svo brutum við lög og veiddum álftir og þess háttar.
Við fengum matinn sendan hver frá sínu heimili, nema þeir sem
voru á Kjalarverði, þeir höfðu matarfélag.
Gekk matseldin alltaf velP
Yfirleitt, en þó man ég eftir því að einu sinni sauð Jói talsvert mikið
af kjötsúpu. Prímusinn stóð við tjaldsúluna. Súpan var borðuð um
kvöldið og þótti ágæt, en það var talsverður afgangur. Morguninn
eftir var súpan hituð upp, og þegar Jói fer að ausa á diskana og er að
reyna að fiska upp kjötbita þá kemur týra upp úr súpunni. Týran
hafði hangið á tjaldsúlunni, og fallið ofan í pottinn. Jóa stökk ekki
bros, en sagði: „Nú þarna kemur þá týran“.
Hvernig smakkaðist súpan?
Ég man ekki hvort við borðuðum hana, við vorum ekkert nýtnari á
mat en aðrir. Það skeði svo nokkrum árum seinna þegar ég var hættur
í verðinum að við fórum fimm saman í undanreið. Tveir okkar fóru
fram á Kvennabrekku og gistu þar. Jói var þá á Kjalarverði og bjó
þar. Við áttum að leita meðfram Hofsjökli og út að Svörtukvísl daginn
eftir. Göngunum var skipt þannig að þrír leituðu að austan meðfram
jöklinum, en tveir að vestan. Það skipti litlu máli fyrir okkur hvort við
fórum frá Kvennabrekku eða neðan úr Ströngukvíslarskála. Það var
fremur leiðinleg veðrátta þetta haust.
Um kvöldið segir Jói að það sé best að klára það litla sem eftir er í
hveitipokanum, hann skuli hræra en ég að steikja upp á gamla móð-
inn. Það hafði oft verið þannig að Jói bað mig að koma og steikja
ástarpunga, sem ég hafði dálitla æfingu í. Kemur þetta fram í vísunni
sem ég fékk sem svar við vísunni „Gisting þakka og gefna sneið“, en
hún er svona:
Hingað slunginn slagar Jón
slær þar drunga niður.
Hróðrar ungur ævitón,
ástarpungasmiður.
Nú hrærir Jói og ég steiki og þetta varð heljarmikill stafli. „Ekki veit
ég hvenær þetta klárast“, segir Jói.
Daginn eftir koma Skagfirðingar, þá var leiðinda veður, skafhríð og
dálítil ofanhríð. Þeir eru með hross, sem þeir eru að reka suður yfir.