Húnavaka - 01.05.1985, Page 44
42
HÚNAVAKA
Einn þeirra var Páll Sigfússon, sem bjó á Hvíteyrum, sonur sr. Sigfúsar
Jónssonar sem var á Mælifelli, eitt sinn alþingismaður, en hann vann
hlutkesti á móti Jóni á Reynistað 1934 ogá því valt meirihluti á þingi.
Mig minnir að þeir hafi verið með 911 atkvæði hvor.
Jói fékk Skagfirðingana ekki til þess að koma inn, en loks tókst
honum þó að pína Pál til þess. Þeir voru nýlega búnir að fá sér
hressingu, og þurftu að hraða sér. Páll fékk kaffi og einnig að bragða á
lummunum. Allt í einu fer hann að tönglast á einhverju og dregur loks
út úr sér girðingarkeng.
Þá sagði Jói: „Nú, við höfum verið í kengjahraki núna lengi og ekki
fundið kengi þegar við ætluðum að gera við girðinguna. Það er bruðl
að vera að setja þá í kaffibrauðið“.
Hverjir voru fleiri með þér í verðinum?
Ég man vel eftir nokkrum fleiri mönnum sem voru samtíma mér í
verðinum. Fyrsta árið var ég eins og áður segir með þeim Skarphéðni,
Sigfúsi og Pétri, í Fóhorni. í Sýklagerði handan Blöndu voru þeir
Sigtryggur Benediktsson og Sigurjón Jóhannsson í Hólum. Jónas Ey-
steinsson frá Hrísum og Símon Jóhannsson í Goðdölum voru í
Kreppu. Jósafat Jónsson á Brandsstöðum og Jóhann Magnússon á
Mælifellsá voru á Lækjarbakka og frammi á Keldubakka voru Pétur
Pétursson á Bollastöðum, Bóas Magnússon, Gísli Jónsson á Víðivöll-
um og Haraldur Eyjólfsson frá Gautsdal. Seinna man ég eftir: Jakobi
Sigurðssyni á Steiná, Ólafi Sigfússyni í Álftagerði og Sigurbirni
Jakobssyni.
Þessi tími á heiðinni var eftirminnilegur og ég hefði ekki viljað fara á
mis við hann með neinu móti. Einstaka sinnum fannst okkur ungu
mönnunum heldur dauflegt og man ég eftir því að við Pétur Sigfússon
fórum, líklega tvisvar, á böll niður í Bólstaðarhlíð. Þetta voru nú ekki
nema svona 50 kílómetrar.
Hvernig var greitt fyrir vörsluna?
Ég man að ég fékk 1.300 krónur fyrsta sumarið og þurfti að sjá mér
fyrir hestum og mat. Þetta þótti gífurlega hátt kaup. Varslan hófst
5.-10. júní og lauk um 20. september, eða um það leyti sem göngur
fóru fram, þannig að þetta hafa verið um 100 dagar og kaupið því
verið nálægt 13 krónum á dag.
Til samanburðar þá var ég í jarðabótavinnu hér í sveitinni sumarið
1935. Þá hafði ég 55 aura á tímann og frítt fæði, en svo voru greiddar
tvær krónur fyrir hestana á dag, og þótti það nokkuð gott. Þetta var