Húnavaka - 01.05.1985, Síða 46
44
HUNAVAKA
heilmikið á meðan var verið að leggja á borðið. Jói tekur lítinn þátt í
spjallinu, en gengur bara um gólf og er djúpt hugsi. Eitt sinn er hann
var á leið fram hjá borðinu tekur hann kæfudisk og leggst síðan á
gólfið og hefur diskinn á bringunni á meðan hann borðar kæfuna.
Þegar konan kemur inn með það síðasta á borðið og segir okkur að
gjöra svo vel, erum við skellihlægjandi yfir tiltekt Jóa. Henni stekkur
ekki bros, en segir: „Ykkur finnst þetta hlægilegt, en mér hefði fundist
ennþá hlægilegra ef Jói hefði sest við borðið með ykkur“. Þá rís Jói á
fætur og kemur að borðinu með kæfudiskinn og leikur á als oddi. Þá
var eins og álögin féllu af honum.
Hann átti til ýmsa sérkennilega takta, og sumir sögðu að hann væri
tilfinningalaus, og ég held að hann hafi verið að minnsta kosti til-
finningalítill. Það var sagt til marks um það að einn morgun kallar
hann á konu sína (Lovísu sem var dóttir Sveins á Mælifellsá svo það er
ekki skrítið þó Sveinn sonur þeirra hafi gaman af að versla, því ekki var
minni verslunarartin í því fólki). „Lóa, ég kemst ekki í sokkinn“. Það
var ekki furða því að þá stóð stóratáin þversum. Hann hafði farið út
um nóttina til þess að reka ofan af bænum, og rekið tána i og farið úr
liði, en veitt því litla athygli.
Hvað um kórstarf og tónlistina?
I upphafi var Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps metinn talsvert mik-
ils, og öll sú starfsemi sem honum fylgdi. Fólk kom til þess að hlusta á
hann, en þá var líka fátt annað til skemmtunar. Núna lít ég meira á
þetta sem nokkurs konar klúbbstarfsemi. En samt hefur starfið skilað
sér talsvert til fólksins, sérstaklega í sambandi við jarðarfarasöng.
Það má eiginlega segja að kórinn sé orðinn sextugur núna, en hann
var stofnaður á milli jóla og nýjárs 1924, en við höfum alltaf miðað við
fyrsta samsönginn, sem var fyrsta sunnudag í sumri 1925. Þá stjórnaði
kona söngnum, það var Guðmunda Jónsdóttir frá Eyvindarstöðum.
Við vorum því snemma framarlega í jafnréttismálum.
Það var ákaflega söngvint og músíkalskt fólk á Eyvindarstöðum.
Finnstunguættin var aftur á móti ekki mikil músíkætt, en við vorum
alin upp við þetta. (Hér mótmœlum við spyrjendur og Jón heldur áfram).
Jú, jú, það var náttúrlega talsverð músík og söngur í okkar ætt, og
þetta liggur greinilega í ættum. Eg man til dæmis eftir að mjög
söngvint fólk var á Stóruvöllum í Bárðardal og þaðan er ættað fólkið á
Bjargi í Miðfirði, og þar með hún Elinborg Sigurgeirsdóttir tónlistar-
kennari á Blönduósi.