Húnavaka - 01.05.1985, Síða 49
HUNAVAKA
47
mikil forföll þegar aðeins voru tveir í rödd, eins og var allra fyrstu árin.
Þú ert fœddur í Finnstungu.
Já, og þá voru menn fæddir á heimilinu. Það voru mjög fáir sem
fæddust á sjúkrahúsum, eins og nú er algengast, eða á leiðinni í þau.
Yfirleitt var ljósmóðir í hverjum hreppi, og sú sem tók á móti mér hét
Sólveig og bjó í Selhaga, en það er tæplega hægt að telja hann í
alfaraleið. Sama má segja um Svínavatnshreppinn, en þar var Róselía
Meldal ljósmóðir og hún bjó á Þröm, sem var mjög afskekkt.
Ég var um daginn að fletta dagbókum Jónasar bróður míns og
minntu þær mig á þegar Tryggvi sonur minn fæddist árið 1948. Þá
lögðu Ingibjörg Stefánsdóttir ljósmóðir og læknir með henni af stað frá
Blönduósi í bíl. Það var vonskuveður og bíllinn komst ekki nema upp
að Breiðavaði. Læknirinn snýr þá við, en hún heldur áfram gangandi í
fylgd tveggja manna fram að Geitaskarði. Sigurður Þorbjarnarson
bóndi þar tekur þá við og ekur henni fram að Auðólfsstöðum, en þar
var faðir minn með hesta og kemur henni síðasta spölinn. Þetta
ferðalag hennar tók þó ekki nema fjóra tíma.
Byrjaðir þú snemma að fara á heiðina?
Já, ég var mjög ungur þegar ég fékk fyrst að reka féð á heiðina á
vorin, og það var alltaf mikið tilhlökkunarefni. Maður fékk ekki að
fara í göngur fyrr en maður var búinn að ná einhverri hæð. Heiðin
hafði strax mikil áhrif á mig og ég fann breytinguna þegar komið var í
fjallaloftið, já strax og komið var fram fyrir fremstu bæi.
Mér er Unnur á Bollastöðum minnisstæð og þær óskaplegu veislur
sem við fengum hjá henni. Bollastaðafólkið var mikið vinafólk okkar í
Tungu.
Hvað var rekið langt fram?
Það var yfirleitt ekki rekið mjög langt fram, svona kippkorn fram
fyrir Bollastaðaland, en það nær nokkuð langt fram fyrir þá girðingu
sem kölluð var heiðargirðing, en hún var í miðju Bollastaðalandi.
Líklega eru Bollastaðir með betri sauðfjárjörðum í héraðinu. Einnig
man ég, bæði á meðan ég var í verðinum og síðar, að hestar þaðan
voru ákaflega strokgjarnir. Það gæti hafa verið í kyninu, en ég hallast
þó heldur að því, að það hafi verið í uppeldinu og að þeir hafi sótt
svona stíft í heimahagana.
Var rekið snemma á heiðina?
Það var bundið við rúning, en yfirleitt rekið nokkuð snemma. Það
var taktvisst hvernig unnið var að vorverkum. Það þurfti að hraða