Húnavaka - 01.05.1985, Síða 52
50
HUNAVAKA
Jónsson og sr. Ágúst Sigurðsson og báðu mig að koma með sér suður að
Geysi og ég fór af dráttarvélinni og dreif mig með þeim.
Sigurður tók mér ákaflega vel og ég man að hann bað mig endilega
að skrifa söguna af ferðinni suður í Haukadal, en sú ferð var dálítið
söguleg.
Ég hef liklega verið 17-18 ára. Eiginlega var það Guðmundur Jósa-
fatsson, sem dreif mig í að fara, en þeir voru skólafélagar frá Hólum,
Guðmundur og Sigurður, og þekktust vel, og Guðmundur dáði hann
ákaflega fyrir hans hugsunarhátt. Þeir voru raunverulegir aldamóta-
menn báðir.
Svo verður það að ráði að við förum suður Kjöl fyrir tilstilli Guð-
mundar. Pabbi fór með okkur fram á Hveravelli. Þorleifur Jóhannes-
son í Hvammi ætlaði að vera mér samferða suður. Við vorum gang-
andi en Leifi var með hest sem hann ætlaði að selja fyrir sunnan, og
svo vorum við með trússahest. Það var komið fram yfir miðjan októ-
ber.
Sömu nóttina og við gistum á Hveravöllum voru þar eftirleitar-
menn úr Svínavatnshreppi. Eg man ekki lengur hverjir það voru nema
Pálmi Sigurðsson frá Steiná var einn þeirra.
Þetta haust hafði ég einmitt farið tvívegis i göngur á Kúluheiði, en
hef hvorki farið það fyrr né síðar. Eg fór í fyrri göngur fyrir Júlíus
Jónsson á Mosfelli, en í seinni göngur fyrir Björn Pálsson á Ytri-
Löngumýri, þannig að ég hafði nú komið þarna alveg fram í Þjófadali.
Eg man vel eftir þessum göngum, en þá var Kristinn Árnason, kóngs-
ins lausamaður í Svínavatnshreppi, Kagaðarhóli og víðar, gangna-
stjóri i seinni göngum. Við áttum að skipta okkur þannig að fjórir
væru á Hveravöllum en fjórir upp í Þjófadölum með sunnanmönnum,
og lenti Kristinn í hálfgerðum vandræðum með skiptinguna vegna þess
að það þurftu að vera góðir drykkjumenn, sem fóru í Þjófadali, en
hann hafði þá ekki til. Það lenti því á okkur Lárusi Sigurðssyni á
Tindum og einhverjum þeim þriðja, sem ég man ekki lengur hver var,
að fara með Kristni í Þjófadali. Þar var ákaflega mikill gleðskapur og
m.a. man ég eftir því að það brann tjald ofan af Sunnlendingum.
Ég hitti síðan eftirleitarmenn úr Biskupstungum haustið 1980 á
Hveravöllum. Einn af þeim, Þórarinn í Fellskoti, hafði verið þarna
með mér í Þjófadölum, og þá voru liðin 45 ár síðan, og hafði hann farið