Húnavaka - 01.05.1985, Page 58
56
HÚNAVAKA
heimildar að engir tollar voru greiddir til sóknarkirkna frá hálfkirkj-
um9 og má ganga út frá því að kirkjustaðirnir sjálfir séu ekki inni í
þeim tölum sem gefnar eru. Auk þess er fullvíst að hjáleigur og afbýli
hafa ekki goldið sérstaka kirkjutolla, heldur tíundast með heimajörð-
inni er um skattheimtu var að ræða.10 Einungis er því fjallað um
lögbýli en hvers kyns smábýli, sem jafnframt voru hin hreyfanlega
byggð, eru ekki inni í myndinni.
Engar heimildir eru þekktar um hvernig sóknarmörk voru upp-
runalega ákvörðuð, en slíkt var lagt í vald biskupa með tíundar-
lögunum 1096/97 og í megindráttum komst á föst sóknaskipan á 12.
öld.11 Almennt mun álitið að flestar alkirkjur hafi verið reistar fyrir
þann tíma og jörðum síðan deilt á þær.12
Svo langt aftur sem vitað er lá hluti hreppsins undir sóknarkirkju
utan hans. Bugsbæirnir þrir áttu sókn til Blöndudalshóla allt fram á
síðari hluta 19. aldar, en um upphaf og tilkomu sóknarmarkanna er
ekki vitað. Blöndudalshólakirkja var þannig þriðja sóknarkirkja
Svínvetninga. í Ólafsmáldaga 1486 segir að í Blöndudalshólaþingum
séu tvær hálfkirkjur, önnur á Eyvindarstöðum og sé hún fallin, en hin
í Tungu og vel standandi.131 þeim þremur máldögum, sem varðveittir
eru frá 14. öld, eru ætíð taldir sex bæir tollskyldir til Blöndudalshóla.
Engar heimildir segja til um gjaldskyldur þangað á 15. öld. Að frá-
dregnum jörðunum Finnstungu og Eyvindarstöðum voru Rugludal-
ur, Bollastaðir og Brandsstaðir auk Blöndudalshóla í byggð i austan-
verðum Blöndudal á þessum tíma.14 Hér vantar því þrjár jarðir til þess
að fylla töluna og öll rök hníga til þess að Eiðsstaðir, Eldjárnsstaðir og
Þröm séu þau lögbýli sem ótalin eru i Blöndudalshólasókn.
Þeir þrir máldagar, sem greina frá skattgreiðslu til Auðkúlukirkju
1318-1432, nefna allir bæjatöluna átta. Samkvæmt jarðabókinni 1706
voru þá í Auðkúlusókn lögbýlin; Mosfell, Geithamrar, Grund, Snær-
ingsstaðir, Ljótshólar, Gafl, Hrafnabjörg, Rútsstaðir og Holt auk
Auðkúlu. Einni jarðanna er því ofaukið og mun það vera Gafl eða
Rútsstaðir, en allar líkur benda til þess að á öðrum hvorum staðnum
hafi ekki verið byggð sérstök jörð fyrr en um eða eftir 1600. Um það
verður fjallað í næsta kafla. Engar heimildir eru um að hálfkirkjur hafi
nokkru sinni verið í sókninni, en bænhús hins vegar mörg eða á sex
bæjum samkvæmt Ólafsmáldaga.15 Þá er í alkirknaskrá sama mál-
daga sagt að tveir prestar og einn djákni skuli sitja á Kúlu16 og bendir
það til mikillar þjónustugerðar í ekki stærri sókn.