Húnavaka - 01.05.1985, Page 60
58
HÚNAVAKA
Hér stendur skýrum stöfum að Kárastaðir hafi ekki staðið í óskiptu
Svínavatnslandi og það að jörðin stóð til lausnar fyrir 16 hundruð
bendir eindregið til þess að hún hafi áður verið sjálfstætt býli sem síðar
varð eign kirkjunnar. í máldagabók Ólafs biskups Hjaltasonar er
jörðin nefnd kot22 og bendir það til þess að hún hafi verið i eyði um
lengri eða skemmri tíma.
Nú er hægt að gera sér grein fyrir byggðum lögbýlum í Svína-
vatnshreppi á 14. öld. Búið er að geta sér til um hver hin 20 ónafn-
greindu býli voru. Auk þeirra eru alkirkjustaðirnir tveir, Auðkúla og
Svínavatn, og Bugsjarðirnar þrjár. Ein jörð, Litlidalur, er þá enn
ótalin. Elsta heimild um Litladal er máldagi Jóns Vilhjálmssonar frá
1432, en samkvæmt honum átti Auðkúla þá 10 hundraða jörð á
Sléttárdal og af orðalagi má ráða að byggð hafi verið þar um langan
tíma.23 Jarðabók Árna og Páls segir Litladal vera afbýli eða hjáleigu
frá Auðkúlu en lítils háttar skilgreiningu á innbyrðis afstöðu jarðanna
er að finna í byggingarbréfi til handa nýskipuðum Auðkúluklerki
1579. Þar segir um prest:
Skal hann mega brúka og bíhalda öllu því sem þeirri jörðu [Auðkúlu]
og heimalandi fylgir, að frátekinni jörðunni Litladal og þeim jörðum
sem kirkjunni á Auðkúlu tilheyra, hvort sem þær eru byggðar eður
óbyggðar.... Skal hann og hafa mega landsnytjar allar af Sléttárdal
hálfum, nema svo mikið sem þeim þarfar sem í Litladal býr.24
Litlidalur stóð greinilega í óskiptu landi staðarins en hafði full réttindi
til eðlilegra nytja af beitilandi og öðrum hlunnindum ef einhver voru.
Þá mun gömul regla að prestsekkjur frá Auðkúlu ættu jafnan fyrsta
rétt til ábúðar í Litladal en ógerlegt er að geta sér til um aldur þeirrar
venju.
Það bendir þannig allt til þess að byggðar jarðir í Svínavatnshreppi
á 14. öld hafi verið 26. Síðar byggðust Litla-Búrfell, Höllustaðir og
annað hvort Gafl eða Rútsstaðir en allar þessar jarðir voru komnar í
ábúð um 1700.
V. Rútsstaðir eða Gafl?
Átta jarðir í Svínadal; Mosfell, Geithamrar, Grund, Snæringsstaðir,
Ljótshólar, Hrafnabjörg, Holt og Auðkúla, eru mjög samstíga í
heimildum frá 15. og 16. öld. Þær gengu kaupum og sölum í einu lagi