Húnavaka - 01.05.1985, Page 61
HUNAVAKA
59
1421, 1458, 1467 (að undanskildu Mosfelli), 1476 og 1511-12 en þá
keypti Gottskálk Hólabiskup þær allar ásamt fleiri jörðum.25 Biskup
arfleiddi síðan Hóladómkirkju að Svínadalsjörðunum auk Litladals,
Ása, Löngumýra tveggja og Eldjárnsstaða árið 1520 og gerði Auðkúlu
um leið að lénskirkju (beneficium).26
Inn í þennan hóp Svínadalsjarða vantar tvær; Gafl og Rútsstaði.
Báðar voru lélegar jarðir og það er í hæsta máta ólíklegt að þær hafi
verið í byggð á þessum tíma en samt í eigu annarra en aðrar Svína-
dalsjarðir. Hér verður því að leita annarra skýringa. Hvorki Gafls né
Rútsstaða er nokkru sinni getið með nafni fyrr en eftir 1580 og gæti
það bent til annað hvort langs samfellds eyðitímabils fyrir þann tíma,
ellegar þá að jarðirnar hafi hreinlega ekki byggst fyrr. Nefna má einnig
að heimildir um jarðir í Svínadal á 16. öld eru mjög ríkulegar svo þögn
þeirra um Gafl og Rútsstaði er býsna áberandi.
Til að skoða þetta betur er rétt að láta elstu heimildir um þessar
jarðir segja sjálfar frá. I vitnisburði um landareign Hrafnabjarga frá
1587 segir svo:
Þetta er land jarðarinnar [Hrafnabjarga] í móts við Rufsstaði [þ.e.
Rútsstaði], út í Hrossagröf, og austur á Bungur, og svo suður eftir, og
suður í Hvannbungur, og svo suður í Karitingatjörn, ræður þá úr
tjörninni Svínadalsá. Og ofan að Hrossagröf.27
Rútsstaðir eiga hér land á móti Hrafnabjörgum svo þeir hafa a.m.k.
verið til sem sérstakt afmarkað landssvæði.
Haustið áður, 15. október 1586, hafði Guðbrandur Hólabiskup
Þorláksson selt Þórði bróður sínum á Marðarnúpi dómkirkjunnar jörð
Hrafnabjörg með eyðikoti þar næst hjá sem nefndist Gaflkot.28 Gafls
og Rútsstaða er síðan beggja getið í bréfi frá Guðbrandi árið 1590. Þar
segir hann:
. . . ég hefi léð séra Eiríki [Magnússyni á Auðkúlu] dómkirkjunnar
eyðiland Rauðsstaði [Rútsstaði], sem stendur á milli Holts og Hrafna-
bjarga í Svínadal, honum til selfarar fyrir sitt bú og sína málnytu á
sumar frá Kúlu, með soddan fororði, að ég aftur tek það Gaflkot sem ég
áður léði honum.29
Síðan brýnir biskup það fyrir presti að gæta búfénaðar síns svo ekki
verði fátækum mönnum til tjóns er þar búi í kring: