Húnavaka - 01.05.1985, Page 71
HUNAVAKA
69
eitt endimark: að ryðja til þeirra atburða, sem Ólafur konungur
verður við staddur eður menn hans.
1 Vatnsdælu er býsna lítið um útúrdúra að ræða, en allt um það er
gott að hafa orð hins forna meistara í huga. Þær tvær meginkvíslir,
sem ég hugsa mér að höfundur hennar hafi gert að einu fallvatni í
sinni bók, koma hvor úr sinni átt og eru sundurleitar að eðli. Önnur
spratt úr langminni Vatnsdæla um byggð og búendur í dalnum frá
árdaga landnáms og fram undir lok heiðins siðar. Nú er Vatnsdæla
saga talin vera skráð seint á þrettándu öld (um 1280?) en hins vegar
eru elztu atburðir hennar látnir gerast á síðara hluta hinnar níundu,
og er þá hætt við að ýmislegt hafi gengizt í minni á svo löngum tíma.
Höfundur sögunnar nefnir hvergi heimildarmenn sína, og hefði hann
þó mátt sýna þeim sömu kurteisi og Þingeyramunkar gerðu forðum:
Svo segja þeir bræður, Gunnlaugur og Oddur, að þessir menn
hafi þeim flest frá sagt, hvað er þeir hafa síðan saman sett og í
frásagnir fært af Ólafi konungi Tryggvasyni: Gellir Þorgilsson,
Ásgrímur Vestliðason, Bjarni Bergþórsson, Arngunnur Arnórs-
dóttir, Herdís Daðadóttir og Þorgerður Þorsteinsdóttir.
í öðru riti, Þorvalds þætti viðförla, sem einnig er komið frá hendi
Gunnlaugs munks, er getið heimildarmanns fyrir lýsingu á atburði
sem lesendur Vatnsdælu kannast við. Eftir að sagt hefur verið frá
veizlunni á Haukagili (46. kapítuli Vatnsd.) segir í þættinum:
Þenna atburð segir Gunnlaugur munkur, að hann heyrði segja
sannorðan mann, Glúm Þorgilsson, en Glúmur hafði numið að
þeim manni, er hét Arnór og var Arndísarson.
(ÓlTrm., 1958: 290).
Til allrar óhamingju er ekkert vitað um þá Glúm og Arnór, en hitt
er alkunna að Þorvalds þætti og Vatnsdælu ber illa saman um til-
drögin til þessarar frægustu veizlu sem haldin hefur verið í Vatnsdal
síðan Ingimundur gamli tók sér bólfestu þar. Talið er að þeir Þor-
valdur víðförli og Friðrekur biskup hafi komið hingað til kristniboðs
árið 981, og samkvæmt Þorvalds þætti dveljast þeir fyrsta veturinn hér
að Giljá með föður Þorvalds, Koðráni. „Um vorið eftir fóru þeir