Húnavaka - 01.05.1985, Page 72
70
HUNAVAKA
biskup og Þorvaldur vestur til Viðidals með lið sitt og settu bú saman
að Lækjamóti og bjuggu þar fjóra vetur og fóru á þeim árum víða um
Island að prédika 'guðs orð. Á hinum fyrstu misserum er þeir voru að
Lækjamóti (? 983 ?) bað Þorvaldur til handa sér konu þeirrar, er
Vigdís hét; hún var dóttir Ólafs er bjó að Haukagili í Vatnsdal.“
(ÓlTrm., 288). Samkvæmt þættinum er veizlan að Haukagili brúð-
kaup Þorvalds Konráðssonar. En í Vatnsdælu hagar þannig til að
Ólafur að Haukagili, sem „var svo gamall, að hann lá í rekkju og drakk
horn“, hélt veizlu að veturnóttum og bauð „til sín vinum sínum,
einkum Þorkatlimágisínum. “(124-5). Með skáletruðu orðunum er vikið
að því að Þorkell var kvæntur Vigdísi dóttur Ólafs, þeirri konu sem
þátturinn telur brúði Þorvalds í veizlunni á Haukagili. Að vísu segir
Vatnsdæla hvergi berum orðum hver eiginkona Þorkels kröflu var,
heldur segir þar einungis: „Vatnsdælir efldu Þorkel kröflu mjög til
virðingar um alla hluti. Þeir báðu konu handa honum, og goðorðið lagðist
til hans . . . .“ (122). Hins vegar er skýrt tekið fram í Þórðarbók
Landnámu að Þorkell „fékk Vigdísar, dóttur Ólafs frá Haukagili.“
Þetta kemur heim og saman við Hallfreðar þátt vandræðaskálds i
ÓlTrm., þar sem rakinn er atburður sem á að hafa gerzt árið 1000: „í
þann tíma bjó Þorkell krafla Þorgrímsson að Hofi í Vatnsdal. Hann
átti Vigdísi dóttur Ólafs frá Haukagili. Þorkell var þá mestur höfð-
ingi um þær sveitir.“ (1961: 306).
Nú er fleira að athuga við veizluna á Haukagili. Samkvæmt
Þórðarbók tekur Þorkell krafla skírn þar og allir Vatnsdælir. Kristni-
saga og Grettla telja báðar að hann hafi einungis látið prímsignast, en
í Vatnsdælu neitar Þorkell að hafa aðra trú „en þeir Þorsteinn Ingi-
mundarson höfðu og Þórir fóstri minn.“ (125). Þótt undarlegt megi
heita, þá er Þorkels kröflu að engu getið í Þorvalds þætti víðförla, svo
að ekki er unnt að vita hverjar hugmyndir Gunnlaugur munkur kann
að hafa haft um siðaskipti hans. Um trúarhvörf Þorkels segir svo í
Vatnsdælu: „Þorkell var skírður, þá er kristni var lögtekin á íslandi, og
allir Vatnsdælir.“ Munu þessi orð vera fyrirmyndin að frásögn
Þórðarbókar, þótt hún láti skírnina fara fram löngu áður en sagan
telur.
Þessi samanburður ætti að nægja til að vara menn við þeirri hættu
sem stafar af oftrúnaði á munnlegum arfsögnum fornum.