Húnavaka - 01.05.1985, Side 73
HUNAVAKA
71
1.1. Hin árkvíslin sem gerir Vatnsdælu og getið var hér að framan
er öllu meiri vöxtum og auðkennilegri. Hún á upptök sín í ýmsum
ritum sem eru eldri en hún og varða sögu Húnavatnsþings að fornu,
svo sem Landnámu, Hallfreðar sögu, Kristni sögu, Þorvalds þætti víð-
förla, Haralds sögu hárfagra, Heiðarvíga sögu, Laxdælu og glötuðum
þætti af Æverlingum. Auk þessara rita má nefna Örvar-Odds sögu og
Orkneyinga sögu. Um þetta efni hefur Einar Ólafur Sveinsson ritað
prýðilegt yfirlit í inngangi sínum að útgáfu Vatnsdælu. (1939: xxxiii -
xlv). En raunar virðist sagan draga dám af fleiri bókum en hér hafa
verið nefndar, og er þvi þörf rækilegra rannsókna á þessu sviði.
Auk þess efnis sem höfundur Vatnsdælu kann að hafa þegið úr
munnlegum og rituðum heimildum, hefur hann vitaskuld tekið sitt af
hverju frá sjálfum sér. I þessu sambandi má einkum geta um
staðalýsingar sögunnar, sem hljóta áð vera gerðar af höfundi, enda
virðist hann vera þaulkunnugur í Vatnsdal og á öðrum húnvetnskum
slóðum.
Sumir munu e.t.v. ekki sætta sig við það að Vatnsdælu sjálfri sé líkt
við fallvatn, og er því rétt að benda á fyrirmyndir í gömlum ritum.
Tvö fornskáld luku kvæðum sínum með sömu setningunni: „Þar
kemur á til sævar.“ Um þetta segir Ólafur Þórðarson (d. 1259), bróðir
Sturlu sagnameistara: „Það er óeiginleg líking milli árinnar og kvæð-
isins.“ Þetta er hárrétt athugað, enda á líkingin ekki síður við sögur en
kvæði; við finnum það glöggt við lestur hrífandi sögu að þungur
straumur frásagnar ber okkur með sér, svo að við eigum erfitt með að
slíta okkur lausa. A hitt ber einnig að líta, að menn hafa oft séð
líkingu með fljóti og ævi manns, og skal nú minna á glefsu úr hómilíu
eftir Gregoríus mikla (d. 604), sem snarað var forðum á þessa lund:
„Hvað merkir á nema fljótandi rás mannkyns þess, er svo rennur frá
uppruna sínum til dauða svo sem á til sævar?“ (Leifar fornra kristinna
fræða íslenzkra, 1878: 19). Af svipuðum rótum eru runnin orð Vé-
steins í Gísla sögu þegar hann horfir feigur af brún Gemlufallsheiðar
niður til sævar og sveitar: „Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar, og mun ég
þangað ríða, enda er ég þess fús.“ Vésteini býður í grun að hann sé
feigur, og því finnst honum jafn vonlaust að bægjast við örlögin og að
stöðva fallvatn í brattri hlíð. „Allar girnast ár í sjá,“ segir í Máls-
háttakvæði, og í öðru fornriti kveður við i svipuðum dúr: „Flest vötn
falla til sævar.“ Þótt Vatnsdalsá hnígi hæg og lygn norður að Húna-