Húnavaka - 01.05.1985, Page 75
HUNAVAKA
73
Einsætt er að höfundur Vatnsdælu hefur haft nokkuð óljósar hug-
myndir um eðli goðavalds í heiðnum sið, enda munu mannaforræði
höfðingja á þrettándu öld hafa verið honum fyrirmynd að einhverju
leyti. Það er t.a.m. hæpið að telja þá feðga Ingimund gamla og Þor-
stein hafa verið höfðingja yfir Vatnsdælum, Vesturhópi og öðrum
sveitum. Goðorð voru ekki bundin við einstök héruð á tíundu öld,
heldur var um að ræða eins konar samning goða og þingmanna, sem
þurftu ekki að eiga heima í nágrenni við goðann. Svipuð meinloka er í
Hrafnkels sögu; eftir hrakning frá Aðalbóli og goðorði austur yfir
Fljótsdalsheiði í örbirgð, nær hann sér þó brátt aftur „og lagði svo
undir sig allt fyrir austan Lagarfljót. Þessi þinghá varð skjótt miklu
meiri og fjölmennari en sú er hann hafði áður, út til Selfljóts og allt
upp um Skriðudal, og upp allt með Lagarfljóti.“ En á þrettándu öld
má segja, að menn hafi lagt undir sig heil héruð og jafnvel fjórðunga.
Það má einnig undarlegt heita hve hugulsamir Vatnsdælir eru við
Þorkel kröflu: þeir fá honum mannaforráð, staðfestu og meira að segja
konu, án þess að hann virðist hafa þurft að hafa mikið fyrir hlutunum
sjálfur. Og hart eru Ingólfssynir látnir þola: þeir tapa ekki einungis
goðorðinu í hendurnar á óskilgetnum ættingja sýium, heldur eru þeir
einnig flæmdir frá föðurleifð sinni og ættaróðali, svo að Þorkell geti
notið sem mestrar virðingar. Vel má það vera rétt hermt í Grettlu að
Þorkell krafla hafi í rauninni búið á Másstöðum, en höfundur Vatns-
dælu lætur sér annt um að gera veg vatnsdælskra höfðingja sem
mestan, og hluti af þeirri hugsjón er einmitt heilög jörð frumbyggjans
að Hofi: ein ætt, sama höfuðbólið og sömu mannkostir sérkenna þá
goða sem prýða Vatnsdælu og höfundi hennar eru einkum að skapi:
Ingimundur gamli, Þorsteinn og Þorkell krafla. Hinir goðarnir tveir
gjalda misgerða sinna: Þorgrímur lætur konu sína valda því að
friðilborinn sonur hans er borinn út, og síðar gefur hann þessum sama
pilti öxi fyrir að drepa þann bónda sem líklegastur var að hreppa
goðorðið eftir dauða Ingólfs. En kvennamál Ingólfs ullu miklu bölvi í
dalnum; af þeim sökum er Guðbrandur bróðir hans drepinn af
flugumanni sunnan að.
1.3. Litill vafi getur leikið á því að höfundur Vatnsdælu hefur
orðið fyrir áhrifum frá lýsingum á höfðingjum í öðrum sögum. Ingi-
mundi gamla er lýst af mikilli aðdáun á ýmsum stöðum í Vatnsdælu
og má hér fyrst drepa á hvernig hann kemur fram á víkingsárum