Húnavaka - 01.05.1985, Page 76
74
HÚNAVAKA
sínum: „Það sýndist brátt, að Ingimundur var djarfur í framgöngu og
góður drengur, traustur til vopns og harðfengi, vinhollur og góðgjarn,
fastnæmur við vini sína, og svo mátti höfðingja bezt farið vera sem
honum var í fornum sið.“ Síðasta setningin er góðkunningi úr öðrum
sögum. í Eyrbyggju segir um Arnkel goða (1935: 103): „Var hann
öllum mönnum harmdauði, því að hann hefir verið allra manna bezt
að sér um alla hluti í fornum sið.“ Og í Hænsna-Þóris sögu (1938: 5)
segir um göfugan höfðingja sunnan heiðar: „Blund-Ketill var manna
auðugastur og bezt að sér í fornum sið.“
Hreysti, drengskapur, góðgirni og vinfesta: þetta eru eiginleikar sem
prýða hina beztu höfðingja, en síðar kemur í ljós að Ingimundur er
gæddur öðrum mannkostum: hann er fyrir öðrum um „ráðagerðir og
vitsmuni og allan skörungsskap“ (22) og „sæmdarmaður hvar sem
hann er.“ Lýsingin á örlæti Ingimundar minnir á ummæli Knýtlinga
sögu um góðan konung; Dönum hefðu fallið Hofverjar hinir fornu vel
í skap, því að nóg var um stillingu í fari Þorsteins:
Konungur þarf að vera snjall-
ur í máli og stilltur vel og þó
harður til réttra refsinga, ör af
fé, því að hann tekur af mörgum.
Knýtlinga saga (1982: 140).
Því meira lét hann til sín koma
um fégjafar og aðra stór-
mennsku sem föngin voru
nægri.
Vatnsd. 22.
„Það byrjar þeim er höfðingjar vilja vera að vera röskir af fénu en
grimmir sínum óvinum,“ segir í Rómverja sögu hinni yngri (146), og
nú skal minna á annars konar andstæður í fari Ingimundar; til
samanburðar eru teknar tvær glefsur úr öðrum fornritum.
Hann var kænn við alla leika,
og að allri atgervi vel fær og
óágjarn við sér minni menn, en
harðfengur og framgjam við sína
óvini.
Vatnsd. 19.
„Það ræð ég þér,“ segir
Aristótiles, „að þú sért mjúkur og
linur lítillátum, auðsóttur og góður
bcena þurftugum, en harður og óeir-
inn drambsömum.
Alexanders saga (1925: 5).
Hér skal einnig bent á Hrafnkels sögu: „Hann var linur og blíður
við sína menn, en stríður og stirðlyndur við Jökuldals menn.“
Faðir Ingimundar „kvaðst vel við una að eiga þvílíkan son og kvaðst